Æstir foreldrar með frammíköll fá bleika spjaldið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2023 12:12 Skipuleggjandi segir von á mikilli stemningu um helgina. Myndin er frá árinu 2019. vísir/vilhelm Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. Mótið verður sett í 39 sinn í kvöld og fer fram á Kópavogsvelli um helgina þar sem tæplega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks segir gesti eiga von á mikilli stemningu og skemmtun. „Heitir þetta ekki bara að skammast sín? Ákveðin nýjung verður á mótinu í ár en skipuleggjendur ætla að leggja áherslu á framkomu aðstandenda á hliðarlínunni með svokölluðu bleiku spjaldi. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að foreldrar sýni þessum krökkum sem eru að taka sín fyrstu skref virðingu og stuðning og séu ekki með nein frammíköll eða leiðindi. Þess vegna höfum við farið þá leið í ár að finna upp það sem kallast bleika spjaldið. Þannig ef einhver missir sig á hliðarlínunni þá er dómarinn með tæki og tól til að beita viðkomandi bleika spjaldinu og á því eru ákveðnar áminningar og skilaboð um það hvernig við viljum að fólk að hegði sér. Við vonum að við þurfum ekki að veita nein bleik spjöld í ár en þetta er áherslupunkturinn í ár sem við leggjum upp með.“ Eru einhver viðurlög, eru æstir foreldrar reknir burt? „Nei, heitir þetta ekki bara að skammast sín?“ Ætla að slá áhorfendamet Setningarathöfn hefst sem fyrr segir í kvöld og mun skólahljómsveit Kópavogs mun leiða skrúðgöngu inn á Kópavogsvöll. „Og í stúkunni hjá okkur í ár verða allar landsliðsstelpurnar sem er frábært. Þær ætla að gefa sér tíma frá æfingu til að koma til okkar og hvetja ungu iðkendurna til dáða. Á morgun er einmitt landsleikur Íslands og Finnlands á Laugardalsvelli. Síminn, KSÍ og Breiðablik hafa ákveðið að bjóða öllum iðkendum á Símamótinu á landsleikinn og við ætlum að slá áhorfendamet, ef opinbert áhorfendamet verður ekki slegið þá allavegana áhorfendamet sextán ára og yngri.“ Íþróttir barna Fótbolti Börn og uppeldi Kópavogur Breiðablik Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Mótið verður sett í 39 sinn í kvöld og fer fram á Kópavogsvelli um helgina þar sem tæplega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks segir gesti eiga von á mikilli stemningu og skemmtun. „Heitir þetta ekki bara að skammast sín? Ákveðin nýjung verður á mótinu í ár en skipuleggjendur ætla að leggja áherslu á framkomu aðstandenda á hliðarlínunni með svokölluðu bleiku spjaldi. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að foreldrar sýni þessum krökkum sem eru að taka sín fyrstu skref virðingu og stuðning og séu ekki með nein frammíköll eða leiðindi. Þess vegna höfum við farið þá leið í ár að finna upp það sem kallast bleika spjaldið. Þannig ef einhver missir sig á hliðarlínunni þá er dómarinn með tæki og tól til að beita viðkomandi bleika spjaldinu og á því eru ákveðnar áminningar og skilaboð um það hvernig við viljum að fólk að hegði sér. Við vonum að við þurfum ekki að veita nein bleik spjöld í ár en þetta er áherslupunkturinn í ár sem við leggjum upp með.“ Eru einhver viðurlög, eru æstir foreldrar reknir burt? „Nei, heitir þetta ekki bara að skammast sín?“ Ætla að slá áhorfendamet Setningarathöfn hefst sem fyrr segir í kvöld og mun skólahljómsveit Kópavogs mun leiða skrúðgöngu inn á Kópavogsvöll. „Og í stúkunni hjá okkur í ár verða allar landsliðsstelpurnar sem er frábært. Þær ætla að gefa sér tíma frá æfingu til að koma til okkar og hvetja ungu iðkendurna til dáða. Á morgun er einmitt landsleikur Íslands og Finnlands á Laugardalsvelli. Síminn, KSÍ og Breiðablik hafa ákveðið að bjóða öllum iðkendum á Símamótinu á landsleikinn og við ætlum að slá áhorfendamet, ef opinbert áhorfendamet verður ekki slegið þá allavegana áhorfendamet sextán ára og yngri.“
Íþróttir barna Fótbolti Börn og uppeldi Kópavogur Breiðablik Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira