Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júlí 2023 14:29 Það hefur verið nóg um að vera á LungA í vikunni og núna um helgina verður uppskeruhátíð þar sem listamenn halda sýningar og tónleika fyrir gesti. LungA/Pussy Riot Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty Múlaþing LungA Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty
Múlaþing LungA Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira