Lokað verður áfram að gosstöðvunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 10:00 Gossvæðið við Litla-Hrút verður áfram lokað í dag. Vísir/Vilhelm Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Ákvörðunin verður endurskoðuð klukkan níu í fyrramálið á fundi viðbragsaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að gosstöðvarnar verði áfram lokaðar til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun sé á svæðinu, ekki síst vegna gróðurelda sem hafa geisað undanfarna þrjá daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist því miður ekki geta tryggt öryggi þeirra sem fara inn á svæðið við þessar aðstæður. Veðrið sé með versta móti og mikil mengun á svæðinu. „Veður er svipað eins og það var í gær. Það er bálhvasst þarna upp frá og vindáttin er norðlæg þannig að gosreykur og reykur frá gróðureldum kemur inn á gönguleiðina,“ segir hann. Slökkvistarf gengið vel Slökkviliðsmenn í Grindavík og Landhelgisgæslan hafa unnið hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda á gossvæðinu. Úlfar segir slökkvistarf hafa gengið vel en það þurfi að kortleggja betur útbreiðslu gróðureldanna. „Slökkviliðinu gekk ágætlega með sitt starf í gærkvöld og inn í nóttina. En við þurfum aftur á móti að fá gleggri yfirsýn yfir svæðið norðan við gosstöðvarnar. Við þurfum að nota daginn í það,“ segir Úlfar. Vinna gærdagsins fór í að laga gönguleiðina og þá ekki síst fyrir viðbragðsaðila segir Úlfar. Síðan sé verið að koma upp fleiri mælum á svæðinu og það nær gosstöðvunum. Gengið vel að halda gossvæðinu lokuðu Þrátt fyrir að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar hefur fjöldi fólks streymt þangað í von um sjá eldgosið. Úlfar segir það ekki hafa verið vandamál að fólk sé að smeygja sér framhjá lokunarpóstum lögreglunnar. „Ég held að það hafi örugglega ekki verið vandamál eftir lokun og í nótt. Ég myndi segja að það sé í lágmarki,“ segir Úlfar. Gosstöðvunum var fyrst lokað á fimmtudagsmorgun. Þær verða lokaðar áfram, allavega fram í fyrramálið. Ákvörðunin verður þá endurskoðuð á fundi viðbragsaðilaklukkan níu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að gosstöðvarnar verði áfram lokaðar til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun sé á svæðinu, ekki síst vegna gróðurelda sem hafa geisað undanfarna þrjá daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist því miður ekki geta tryggt öryggi þeirra sem fara inn á svæðið við þessar aðstæður. Veðrið sé með versta móti og mikil mengun á svæðinu. „Veður er svipað eins og það var í gær. Það er bálhvasst þarna upp frá og vindáttin er norðlæg þannig að gosreykur og reykur frá gróðureldum kemur inn á gönguleiðina,“ segir hann. Slökkvistarf gengið vel Slökkviliðsmenn í Grindavík og Landhelgisgæslan hafa unnið hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda á gossvæðinu. Úlfar segir slökkvistarf hafa gengið vel en það þurfi að kortleggja betur útbreiðslu gróðureldanna. „Slökkviliðinu gekk ágætlega með sitt starf í gærkvöld og inn í nóttina. En við þurfum aftur á móti að fá gleggri yfirsýn yfir svæðið norðan við gosstöðvarnar. Við þurfum að nota daginn í það,“ segir Úlfar. Vinna gærdagsins fór í að laga gönguleiðina og þá ekki síst fyrir viðbragðsaðila segir Úlfar. Síðan sé verið að koma upp fleiri mælum á svæðinu og það nær gosstöðvunum. Gengið vel að halda gossvæðinu lokuðu Þrátt fyrir að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar hefur fjöldi fólks streymt þangað í von um sjá eldgosið. Úlfar segir það ekki hafa verið vandamál að fólk sé að smeygja sér framhjá lokunarpóstum lögreglunnar. „Ég held að það hafi örugglega ekki verið vandamál eftir lokun og í nótt. Ég myndi segja að það sé í lágmarki,“ segir Úlfar. Gosstöðvunum var fyrst lokað á fimmtudagsmorgun. Þær verða lokaðar áfram, allavega fram í fyrramálið. Ákvörðunin verður þá endurskoðuð á fundi viðbragsaðilaklukkan níu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira