Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2023 19:41 Þeir Ari og Pétur fóru báðir með aðalhlutverk í útskriftarsýningum þeirra. Ari, til vinstri, fór með hlutverk Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í söngleiknum Jane Eyre. Craig Fuller Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum. Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum.
Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp