Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 17. júlí 2023 11:59 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. Slökkvistarf hefur gengið vel við gosstöðvar og segir Einar Sveinn Jónsson, slökkiliðsstjóri í Grindavík, að þau stefni á að slökkva í síðasta kafla gróðureldanna í dag. Viðbragðsaðilar funda nú eftir hádegi og verður tekin ákvörðun um klukkan eitt um það hvort að svæðið verði opnað fyrir almenningi á ný en lokað hefur verið síðan á fimmtudag. „Við ætlum í dag að ráðast á síðasta kaflann okkar, sem liggur frá hættusvæðinu við Keili að Vatnsfelli. Það loga ennþá gróðureldar þar þannig markmið dagsins er að klára þann kafla. Það er síðasti stóri gróðureldakaflinn sem við eigum eftir,“ segir Einar og að þau séu bjartsýn á að ná að klára þetta í dag. Hann segir veðrið gott og aðstæður þannig góðar til slökkvistarfs og að það ætti að hjálpa að vindur sé dottinn niður. Landhelgisgæslan og mannskapur frá slökkviliðum í nágrenni og björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðar við slökkvistarfið. Hvað varðar hættu á svæðinu segir Einar að það síðasta sem hann gerði í gær hafi verið að meta hana. Blátt mengunarský hafi legið yfir gönguleiðinni og að hann mæli ekki með að ganga við þær aðstæður. Myndin sýnir stöðuna við Hraunsels – Vatnsfell. Það er reykur frá gróðureldum, sunnan og suðaustan við gosstöðvarnar, sem er að dreifast yfir gönguleiðina.Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fundar með öðrum viðbragðsaðilum eftir hádegi en var bjartsýnn á að hægt yrði að opna aftur að gosstöðvunum, og þá svokallaða Meradalaleið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar Grindavík Tengdar fréttir Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Slökkvistarf hefur gengið vel við gosstöðvar og segir Einar Sveinn Jónsson, slökkiliðsstjóri í Grindavík, að þau stefni á að slökkva í síðasta kafla gróðureldanna í dag. Viðbragðsaðilar funda nú eftir hádegi og verður tekin ákvörðun um klukkan eitt um það hvort að svæðið verði opnað fyrir almenningi á ný en lokað hefur verið síðan á fimmtudag. „Við ætlum í dag að ráðast á síðasta kaflann okkar, sem liggur frá hættusvæðinu við Keili að Vatnsfelli. Það loga ennþá gróðureldar þar þannig markmið dagsins er að klára þann kafla. Það er síðasti stóri gróðureldakaflinn sem við eigum eftir,“ segir Einar og að þau séu bjartsýn á að ná að klára þetta í dag. Hann segir veðrið gott og aðstæður þannig góðar til slökkvistarfs og að það ætti að hjálpa að vindur sé dottinn niður. Landhelgisgæslan og mannskapur frá slökkviliðum í nágrenni og björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðar við slökkvistarfið. Hvað varðar hættu á svæðinu segir Einar að það síðasta sem hann gerði í gær hafi verið að meta hana. Blátt mengunarský hafi legið yfir gönguleiðinni og að hann mæli ekki með að ganga við þær aðstæður. Myndin sýnir stöðuna við Hraunsels – Vatnsfell. Það er reykur frá gróðureldum, sunnan og suðaustan við gosstöðvarnar, sem er að dreifast yfir gönguleiðina.Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fundar með öðrum viðbragðsaðilum eftir hádegi en var bjartsýnn á að hægt yrði að opna aftur að gosstöðvunum, og þá svokallaða Meradalaleið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar Grindavík Tengdar fréttir Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01
Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46