„Þykir gríðarlega miður að upplifun einstaka foreldra hafi verið neikvæð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 19:45 Jóhann Þór Jónsson, mótsstjóri Símamótsins. Vísir/Arnar Mótastjóri Símamótsins harmar slæma upplifun iðkenda og foreldra á mótinu um helgina en afreksfólk í íþróttum hefur greint frá slíku á samfélagsmiðlum. Hann segir mótið heilt yfir hafa farið afar vel fram. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan. Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan.
Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti