Vilja færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar til Hellu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 12:35 Í höfuðstöðvunum starfa um 180 manns en á Hellu búa innan við 900. Byggðarráð Rangárþings ytra hefur sent áskorun á stjórn Landsvirkjunar, ráðherra og þingmenn að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsvirkjunar á Hellu. Landsvirkjun flytur nú úr mygluðu húsnæði á Háaleitisbraut. „Við erum búin að henda þessu út í kosmósið,“ segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Þessi starfsemi getur verið hvar sem er og Hella er í hjarta orkuvinnslu á svæði Landsvirkjunar á Suðurlandi. Því svæði sem er í mestri uppbyggingu í framtíðinni.“ Í fyrrahaust fannst mygla í húsnæði Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Þegar málið var rannsakað frekar kom í ljós að umfangið var töluvert og var starfsemin því flutt úr húsinu í skrifstofuhúsnæði víðs vegar í Reykjavík, svo sem í Grósku og á Hafnartorgi. Þann 1. júlí var húsnæðinu við Háaleitisbraut lokað. Höfuðstöðvarnar hafa nú verið fluttar tímabundið í Katrínartún 2 og fyrstu starfsmennirnir eru komnir þangað. Alls starfa um 180 starfsmenn í höfuðstöðvunum. „Það er mikils virði að tímabundin lausn hafi fundist á húsnæðismálum Landsvirkjunar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri í tilkynningu þann 30. júní. „En nú þarf einfaldlega að meta hvort borgi sig að gera endurbætur á gamla húsnæðinu eða hvort finna þurfi nýtt framtíðarhúsnæði fyrir fyrirtækið.“ Starfsemin þarf 5 til 6 þúsund fermetra rými. „Hver vegna ekki?“ „Hver vegna ekki?“ segir Jón aðspurður um hvers vegna ætti að flytja höfuðstöðvarnar á Hellu. En þar búa innan við 900 manns og innan við 1.900 í sveitarfélaginu öllu. „Orkufyrirtæki eru yfirleitt með sínar höfuðstöðvar þar sem orkan er framleidd. Þarna verða verðmætin til. Þarna eru verðmætu störfin,“ segir Jón og nefnir að bærinn Hella sé ekki ein undir heldur Suðurlandið allt. Þá sé Hella svo gott sem að verða úthverfi frá höfuðborgarsvæðinu. „Suðurlandið er með allt sem þarf til að hýsa aðalstarfsemi Landsvirkjunar,“ segir hann. Þingmenn tekið vel í erindið Hugmyndin er ekki ný af nálinni. Hún var meðal annars sett fram sem bókun í orkunýtingarstefnu Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, árið 2017. Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Byggðarráð Rangárþings ítrekaði þetta fyrir skemmstu. Í bókun þess segir: „Byggðarráð Rangárþings ytra beinir því til stjórnar Landsvirkjunar að skoðað verði að höfuðstöðvar Landsvirkjunar verði fluttar á Hellu að hluta eða öllu leyti. Fyrirtækið er í eigu þjóðarinnar allrar og það á ekki að vera náttúrulögmál að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu í Reykjavík. Slík framkvæmd væri til þess fallin að nærsamfélagið njóti betur auðlinda sinna þar sem um 60% af framleiðslu fyrirtækisins verður til á Suðurlandi. Einnig væri þessi aðgerð í takt við orkunýtingarstefnu SASS 2017-2030.“ Var hún samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda áskorun til Landsvirkjunar og annarra sem málið varða. Jón segir að áskorunin hafi nú þegar verið send á stjórn Landsvirkjunar. Einnig Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra og þingmenn. Hann segir að nokkrir þingmenn hafi þegar tekið vel í áskorunina. Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Byggðamál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
„Við erum búin að henda þessu út í kosmósið,“ segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Þessi starfsemi getur verið hvar sem er og Hella er í hjarta orkuvinnslu á svæði Landsvirkjunar á Suðurlandi. Því svæði sem er í mestri uppbyggingu í framtíðinni.“ Í fyrrahaust fannst mygla í húsnæði Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Þegar málið var rannsakað frekar kom í ljós að umfangið var töluvert og var starfsemin því flutt úr húsinu í skrifstofuhúsnæði víðs vegar í Reykjavík, svo sem í Grósku og á Hafnartorgi. Þann 1. júlí var húsnæðinu við Háaleitisbraut lokað. Höfuðstöðvarnar hafa nú verið fluttar tímabundið í Katrínartún 2 og fyrstu starfsmennirnir eru komnir þangað. Alls starfa um 180 starfsmenn í höfuðstöðvunum. „Það er mikils virði að tímabundin lausn hafi fundist á húsnæðismálum Landsvirkjunar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri í tilkynningu þann 30. júní. „En nú þarf einfaldlega að meta hvort borgi sig að gera endurbætur á gamla húsnæðinu eða hvort finna þurfi nýtt framtíðarhúsnæði fyrir fyrirtækið.“ Starfsemin þarf 5 til 6 þúsund fermetra rými. „Hver vegna ekki?“ „Hver vegna ekki?“ segir Jón aðspurður um hvers vegna ætti að flytja höfuðstöðvarnar á Hellu. En þar búa innan við 900 manns og innan við 1.900 í sveitarfélaginu öllu. „Orkufyrirtæki eru yfirleitt með sínar höfuðstöðvar þar sem orkan er framleidd. Þarna verða verðmætin til. Þarna eru verðmætu störfin,“ segir Jón og nefnir að bærinn Hella sé ekki ein undir heldur Suðurlandið allt. Þá sé Hella svo gott sem að verða úthverfi frá höfuðborgarsvæðinu. „Suðurlandið er með allt sem þarf til að hýsa aðalstarfsemi Landsvirkjunar,“ segir hann. Þingmenn tekið vel í erindið Hugmyndin er ekki ný af nálinni. Hún var meðal annars sett fram sem bókun í orkunýtingarstefnu Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, árið 2017. Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Byggðarráð Rangárþings ítrekaði þetta fyrir skemmstu. Í bókun þess segir: „Byggðarráð Rangárþings ytra beinir því til stjórnar Landsvirkjunar að skoðað verði að höfuðstöðvar Landsvirkjunar verði fluttar á Hellu að hluta eða öllu leyti. Fyrirtækið er í eigu þjóðarinnar allrar og það á ekki að vera náttúrulögmál að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu í Reykjavík. Slík framkvæmd væri til þess fallin að nærsamfélagið njóti betur auðlinda sinna þar sem um 60% af framleiðslu fyrirtækisins verður til á Suðurlandi. Einnig væri þessi aðgerð í takt við orkunýtingarstefnu SASS 2017-2030.“ Var hún samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda áskorun til Landsvirkjunar og annarra sem málið varða. Jón segir að áskorunin hafi nú þegar verið send á stjórn Landsvirkjunar. Einnig Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra og þingmenn. Hann segir að nokkrir þingmenn hafi þegar tekið vel í áskorunina.
Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Byggðamál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira