Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júlí 2023 11:57 Þorvaldur er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Hann segir að ekki megi gleyma því hversu hættulegt það geti verið að vera í kringum virkt eldgos. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira