Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að virknin í gosinu sé stöðug og að því megi segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt.
Minney segir að hraunrennslið sé nú komið í gamla farveginn á ný. „Það rennur út úr gígnum til norðurs en svo tekur það U-beygju og fer í gamla farveginn eins og sést á vefmyndavélunum," segir Minney.
Hún bætir við að krafturinn í gosinu nú sé orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi.