Bayern vill þrjá frá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 14:45 Tuchel ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð. Christina Pahnke/Getty Images Bayern München hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar en ljóst er að félagið er hvergi nærri hætt. Það virðist sem Þýskalandsmeistararnir mæti með mikið breytt lið til leiks en Thomas Tuchel, þjálfari, vill þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til viðbótar. Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01