Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var annar farþeganna með áverka eftir slysið en hinn farþeginn minna slasaður.
Unnið er að hreinsunarstarfi á vettvangi slyssins. Slökkviliðið hafði ekki frekari upplýsingar um það hvernig slysið bar að garði.