Gosmóðan verður degi lengur og líkur á súru regni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júlí 2023 22:10 Gosmóðan hefur umlukið höfuðborgarsvæðið síðan á föstudag. Vísir/Vésteinn Rigning á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gosmóðan hefur hangið í loftinu gæti orðið súr. Náttúruvásérfræðingur segist telja litlar líkur á að rigningin verði til trafala til skamms tíma. Veðurspá bendir til þess að gosmóðan verði degi lengur yfir höfuðborgarsvæðinu en áður var reiknað með. Nú gera spár ráð fyrir að bæti í vind á miðvikudag en ekki þriðjudag, líkt og áður var gert ráð fyrir. Salóme Jórunnar Bernharðsdóttir, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að það sé sitt hlutverk fyrst og fremst að spá fyrir um hvar gasmengun geti verið að finna. Súrt regn sé fyrirbæri sem sé á höndum nokkurra aðila að fylgjast með, líkt og Umhverfisstofnun og Landlæknisembættisins. „En spár gera nú ráð fyrir því að þessi gosmóða muni ekkert fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag, þar sem það verður enn hægbreytileg átt þangað til sem feykir henni fram og til baka. Það sem getur gerst er að þar sem rignir undir þeim kringumstæðum getur rigningin hreinsað út gastegundirnar og þá verður til súrt regn. Það er það eina sem ég hef fast í hendi.“ Salóme segir að viðvarandi súrt regn geti haft mjög slæm áhrif bæði á lífríki og á heil vistkerfi. Það sé hins vegar fátt sem bendi til þess að stakt súrt regn líkt og nú geti haft afgerandi áhrif á vistkerfið. Gerðist einnig í síðustu gosum Áður hefur Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, tekið í sama streng í samtali við fréttastofa líkt og Salóme nú. „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Sagði hann ómögulegt að vita hve súrt regnið yrði. Þorsteinn hvatti almenning um leið til að fylgjast með loftgæðum inni á vefnum loftgaedi.is. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Salóme Jórunnar Bernharðsdóttir, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að það sé sitt hlutverk fyrst og fremst að spá fyrir um hvar gasmengun geti verið að finna. Súrt regn sé fyrirbæri sem sé á höndum nokkurra aðila að fylgjast með, líkt og Umhverfisstofnun og Landlæknisembættisins. „En spár gera nú ráð fyrir því að þessi gosmóða muni ekkert fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag, þar sem það verður enn hægbreytileg átt þangað til sem feykir henni fram og til baka. Það sem getur gerst er að þar sem rignir undir þeim kringumstæðum getur rigningin hreinsað út gastegundirnar og þá verður til súrt regn. Það er það eina sem ég hef fast í hendi.“ Salóme segir að viðvarandi súrt regn geti haft mjög slæm áhrif bæði á lífríki og á heil vistkerfi. Það sé hins vegar fátt sem bendi til þess að stakt súrt regn líkt og nú geti haft afgerandi áhrif á vistkerfið. Gerðist einnig í síðustu gosum Áður hefur Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, tekið í sama streng í samtali við fréttastofa líkt og Salóme nú. „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Sagði hann ómögulegt að vita hve súrt regnið yrði. Þorsteinn hvatti almenning um leið til að fylgjast með loftgæðum inni á vefnum loftgaedi.is.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira