Sky Sports: Chelsea, Man Utd, Tottenham, Inter og Barcelona hafa áhuga á Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 17:00 Mbappé er orðaður við lið á Englandi, Ítalíu og Spáni. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Sky Sports heldur því fram að Chelsea, Manchester United, Tottenham Hotspur, Inter Milan og Barcelona hafi öll áhuga á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Þá hefur verið greint frá því að Al Ahli í Sádi-Arabíu vilji gera Mbappé að dýrasta leikmanni í heimi. Hinn 24 ára gamli Mbappé virðist ætla að einoka fyrirsagnirnar í sumar. Hann vill klára síðasta ár sitt hjá París Saint-Germain svo hann geti farið frítt næsta sumar. PSG vill hins vegar selja leikmanninn og hefur þegar samþykkt tilboð frá Sádi-Arabíu. Nú greinir Sky Sports frá því að nokkur af stórliðum Evrópu hafi áhuga á að fá Mbappé í sínar raðir. Hvort þau hafi efni á honum eða hvort Mbappé hafi áhuga á að fara þangað er svo önnur spurning. BREAKING: Chelsea, Manchester United, Tottenham, Inter Milan and Barcelona are all interested in signing Kylian Mbappé pic.twitter.com/g3BdJqsMW4— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Simon Stone, blaðamaður hjá breska ríkisútvarpinu, greinir frá því að PSG sé tilbúið að lána leikmanninn út næstu leiktíð gegn því að félagið sem taki hann á láni borgi allan hluta launa hans sem og lánsgjald. Stone segir að sama skapi að Man United sé hvorki með Mbappé né Harry Kane á óskalista sínum að svo stöddu. Neither Kylian Mbappe nor Harry Kane is a target for @ManUtd this summer, am told. Club do not expect that to change.— Simon Stone (@sistoney67) July 24, 2023 Mbappé var á sínum tíma við það að ganga í raðir Real Madríd á Spáni. Hann ákvað að halda kyrru fyrir í París en nú er talið næsta öruggt að hann semji við Real þegar samningur hans við PSG rennur út sumarið 2024. Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Mbappé virðist ætla að einoka fyrirsagnirnar í sumar. Hann vill klára síðasta ár sitt hjá París Saint-Germain svo hann geti farið frítt næsta sumar. PSG vill hins vegar selja leikmanninn og hefur þegar samþykkt tilboð frá Sádi-Arabíu. Nú greinir Sky Sports frá því að nokkur af stórliðum Evrópu hafi áhuga á að fá Mbappé í sínar raðir. Hvort þau hafi efni á honum eða hvort Mbappé hafi áhuga á að fara þangað er svo önnur spurning. BREAKING: Chelsea, Manchester United, Tottenham, Inter Milan and Barcelona are all interested in signing Kylian Mbappé pic.twitter.com/g3BdJqsMW4— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Simon Stone, blaðamaður hjá breska ríkisútvarpinu, greinir frá því að PSG sé tilbúið að lána leikmanninn út næstu leiktíð gegn því að félagið sem taki hann á láni borgi allan hluta launa hans sem og lánsgjald. Stone segir að sama skapi að Man United sé hvorki með Mbappé né Harry Kane á óskalista sínum að svo stöddu. Neither Kylian Mbappe nor Harry Kane is a target for @ManUtd this summer, am told. Club do not expect that to change.— Simon Stone (@sistoney67) July 24, 2023 Mbappé var á sínum tíma við það að ganga í raðir Real Madríd á Spáni. Hann ákvað að halda kyrru fyrir í París en nú er talið næsta öruggt að hann semji við Real þegar samningur hans við PSG rennur út sumarið 2024.
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira