Jenner útskýrir í þættinum sem um ræðir að hún hafi farið í brjóstaaðgerð áður en hún varð ólétt af sínu fyrsta barni, Stormi Webster, sem fæddist í febrúar árið 2018. Jenner var þá nítján ára gömul. Hún segist ennþá hafa verið að ná sér eftir aðgerðina þegar hún varð ólétt.
Þetta er í fyrsta skipti sem Jenner opinberar það að hún hafi farið í slíka aðgerð. Þá segir Jenner, sem er 25 ára gömul í dag, að hún sjái eftir því að hafa farið í aðgerðina.
„Ég vildi óska þess, augljóslega, að ég hefði aldrei gert þetta til að byrja með,“ segir raunveruleikastjarnan. Þá segist hún mæla með því að fólk sem hyggst fara í slíka aðgerð bíði með það þangað til það er hætt að eignast börn.
Jenner segir að hún vonist til þess að dóttir hennar eigi ekki eftir að stíga í hennar spor þegar kemur að þessu. „Það myndi brjóta í mér hjartað ef hún vill breyta á sér líkamanum þegar hún er nítján ára gömul,“ segir hún.
„Hún er það fallegasta í heimi. Ég vil vera besta móðirin og besta fyrirmyndin fyrir hana.“