„Sagan endalausa“ í baráttunni við gróðureldana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2023 22:36 Viðbragðsaðilar hafa barist við gróðurelda frá upphafi eldgossins við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm/Arnar Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira