Meintur öryggisbrestur í Íslendingabók reyndist ekki á rökum reistur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 10:17 Þóra segir ættfræðiþyrsta Íslendinga nú geta tekið gleði sína á ný. Vísir/Vilhelm Íslendingabók var lokað í rúman sólarhring eftir að ábending barst til Íslenskrar erfðagreiningar um meintan öryggisbrest. Vefurinn hefur nú verið opnaður aftur eftir að ljóst var að öllu væri óhætt. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að öllum slíkum ábendingum sé tekið alvarlega, enda sé rekstur ættfræðigrunnsins Íslendingabókar háður ströngum skilyrðum. Gengið var úr skugga um að allt væri í lagi og opnaði vefurinn aftur í gærkvöldi. Þóra vill ekki svara því nánar um hvernig öryggisbrest hafi borist ábending um. Heimildin greindi fyrst frá málinu í gær og hafði miðillinn eftir Þóru að lokunin gæti varað fram á mánudag. Þóra segir að fyrirtækið leggi upp með að kanna til hlýtar allt sem viðkemur Íslendingabók, enda sé um einn vinsælasta vef landsins að ræða. Á endanum hafi lokunin varað í sólarhring. Margir urðu varir við lokunina að sögn Þóru, enda ljóst að stór hópur fólks noti Íslendingabókina daglega, þar á meðal eldri Íslendingar. Ljóst er að nú geta þeir tekið gleði sína á ný. Tæknimenn í sumarfríi Rætt var við Friðrik Skúlason, tölvuöryggissérfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um lokun Íslendingabókar. Hann sagði aðal vandamálið við meintan öryggisbrest vera þann að tæknimenn væru í sumarfríi. „Það er lágmarksfjöldi starfsfólks sem vinnur að þessu og lágmarksþekking,“ segir Friðrik. Hann segir meintan öryggisbrest vera flókið mál. „Það þarf að leysa þetta og tryggja að þetta komi ekki aftur upp. Ég býst við að setja eitthvað á vefinn þegar þetta verður leyst.“ Hann segir helming þjóðarinnar hafa heimsótt vefinn. Þó nokkuð margar þúsundir heimsæki vefinn daglega og ljóst að hann sé á meðal vinsælustu vefsíðna landsins. Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að öllum slíkum ábendingum sé tekið alvarlega, enda sé rekstur ættfræðigrunnsins Íslendingabókar háður ströngum skilyrðum. Gengið var úr skugga um að allt væri í lagi og opnaði vefurinn aftur í gærkvöldi. Þóra vill ekki svara því nánar um hvernig öryggisbrest hafi borist ábending um. Heimildin greindi fyrst frá málinu í gær og hafði miðillinn eftir Þóru að lokunin gæti varað fram á mánudag. Þóra segir að fyrirtækið leggi upp með að kanna til hlýtar allt sem viðkemur Íslendingabók, enda sé um einn vinsælasta vef landsins að ræða. Á endanum hafi lokunin varað í sólarhring. Margir urðu varir við lokunina að sögn Þóru, enda ljóst að stór hópur fólks noti Íslendingabókina daglega, þar á meðal eldri Íslendingar. Ljóst er að nú geta þeir tekið gleði sína á ný. Tæknimenn í sumarfríi Rætt var við Friðrik Skúlason, tölvuöryggissérfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um lokun Íslendingabókar. Hann sagði aðal vandamálið við meintan öryggisbrest vera þann að tæknimenn væru í sumarfríi. „Það er lágmarksfjöldi starfsfólks sem vinnur að þessu og lágmarksþekking,“ segir Friðrik. Hann segir meintan öryggisbrest vera flókið mál. „Það þarf að leysa þetta og tryggja að þetta komi ekki aftur upp. Ég býst við að setja eitthvað á vefinn þegar þetta verður leyst.“ Hann segir helming þjóðarinnar hafa heimsótt vefinn. Þó nokkuð margar þúsundir heimsæki vefinn daglega og ljóst að hann sé á meðal vinsælustu vefsíðna landsins.
Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum