Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júlí 2023 17:51 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum. „Þetta er sama mynstur og hefur verið árum saman,“ sagði Andrés í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, spurður út í meinta þjófnaðarhrinu. Samtökin gera ráð fyrir að sex til átta milljarðar króna tapist árlega vegna þjófnaðar í verslunum. „Meirihluti þessara þjófnaðarbrota er af völdum skipulagðra gengja sem senda hingað fólk í þeim eina tilgangi að fremja hér brot af þessu tagi. Við og lögreglan þekkjum þetta mynstur upp á hár. Vandinn er að lögreglan er ekki nægilega tæknivædd til að bregðast við þessum vanda með viðeigandi hætti.“ Hann segir samtökin hafa verið í samráði við lögregluna í um þrjú ár til að þróa fyrrnefndan þjófavarnarbúnað. „Hann gengur út á það að hægt verði að senda myndir og upplýsingar úr öryggiskerfum verslana inn á gagnagrunn lögreglunnar. Þau geti þá fylgst með því sem er að gerast og brugðist mun hraðar við. Sent þann bíl sem er næstur á staðinn og svo framvegis,“ segir Andrés. Vandinn hingað til hafi verið að lögregla hafi ekki brugðist nægilega hratt við en búnaðurinn á að bæta úr því. Andrés segir verslanir verja miklum fjármunum til þess að verja sig frá þjófnaði. „Gallinn er bara sá að þeir sem stunda þessa iðju eru atvinnumenn í því fagi. Það koma alltaf nýjar aðferðir og leiðir, það er gömul saga og ný,“ segir Andrés og heldur áfram: „Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að við sjáum fyrir endann á þróun á þessum búnaði sem við erum sátt við, bransinn, lögreglan og eftir því sem ég best veit hefur Persónuvernd samþykkt að notaður verði í þessum tilgangi.“ Verslun Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
„Þetta er sama mynstur og hefur verið árum saman,“ sagði Andrés í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, spurður út í meinta þjófnaðarhrinu. Samtökin gera ráð fyrir að sex til átta milljarðar króna tapist árlega vegna þjófnaðar í verslunum. „Meirihluti þessara þjófnaðarbrota er af völdum skipulagðra gengja sem senda hingað fólk í þeim eina tilgangi að fremja hér brot af þessu tagi. Við og lögreglan þekkjum þetta mynstur upp á hár. Vandinn er að lögreglan er ekki nægilega tæknivædd til að bregðast við þessum vanda með viðeigandi hætti.“ Hann segir samtökin hafa verið í samráði við lögregluna í um þrjú ár til að þróa fyrrnefndan þjófavarnarbúnað. „Hann gengur út á það að hægt verði að senda myndir og upplýsingar úr öryggiskerfum verslana inn á gagnagrunn lögreglunnar. Þau geti þá fylgst með því sem er að gerast og brugðist mun hraðar við. Sent þann bíl sem er næstur á staðinn og svo framvegis,“ segir Andrés. Vandinn hingað til hafi verið að lögregla hafi ekki brugðist nægilega hratt við en búnaðurinn á að bæta úr því. Andrés segir verslanir verja miklum fjármunum til þess að verja sig frá þjófnaði. „Gallinn er bara sá að þeir sem stunda þessa iðju eru atvinnumenn í því fagi. Það koma alltaf nýjar aðferðir og leiðir, það er gömul saga og ný,“ segir Andrés og heldur áfram: „Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að við sjáum fyrir endann á þróun á þessum búnaði sem við erum sátt við, bransinn, lögreglan og eftir því sem ég best veit hefur Persónuvernd samþykkt að notaður verði í þessum tilgangi.“
Verslun Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira