Týndi syni sínum í Nice: „Ég gat ekki hætt að gráta“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 21:34 Haraldur greindi frá atvikinu í Twitter færslu í dag. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, týndi sex ára syni sínum um stund í borginni Nice í Frakklandi í dag. Hann sagði uppákomuna þá mest ógnvekjandi í lífi hans í Twitter færslu í dag. „Fyrr í dag misstum við sjónar á sex ára syni okkar í borg sem ég hef ekki áður komið til,“ segir í færslu Haraldar. „Við vorum á fjölfarinni götu, við snerum okkur við í augnablik og þá var hann farinn.“ Í kjölfarið segir að hjónin hafi fundið lögregluþjóna sem töluðu bjagaða ensku. Eiginkona hans, elsti sonur og faðir hans hafi hlaupið um og leitað sonarins meðan hann birti Twitter færslu þar sem hann bað fylgjendur sína um hjálp, en þeir eru nær þrjú hundruð þúsund talsins. „Það eina sem ég gat hugsað um var hversu mikilvægar fyrstu mínúturnar væru í aðstæðum sem þessum, sérstaklega hefði honum verið rænt,“ segir í færslunni. „Faðmaði hann eins fast og ég gat“ Haraldur þakkaði öllum sem veittu honum hjálp en vakti athygli á að hann hafi að auki fengið hatursfull skilaboð frá fólki þar sem honum var sagt að hann væri vont foreldri, „Ég get ekki ímyndað mér illskuna sem þarf til þess að segja eitthvað slíkt.“ Hann segir frá því þegar honum var tilkynnt að sonurinn væri fundinn. „Um leið og þeir tjáðu mér að hann væri fundinn brotnaði ég niður. Ég gat ekki hætt að gráta. Við hlupum öll til hans. Hann hafði ratað aftur að hótelinu okkar. Hann var hræddur en óhultur. Ég faðmaði hann eins fast og ég gat,“ segir í færslu Haraldar. Þá segist hann aldrei hafa verið hræddari en þegar atvikið stóð yfir. Færsluna í heild sinni má sjá hér. Earlier today our 6 year old went missing in a city I've never been to before.It was a busy street. We turned around and he was gone. We started looking. After a minute I was scared. This has never happened before.We found two police officers. Their English wasn't good but — Halli (@iamharaldur) July 28, 2023 Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
„Fyrr í dag misstum við sjónar á sex ára syni okkar í borg sem ég hef ekki áður komið til,“ segir í færslu Haraldar. „Við vorum á fjölfarinni götu, við snerum okkur við í augnablik og þá var hann farinn.“ Í kjölfarið segir að hjónin hafi fundið lögregluþjóna sem töluðu bjagaða ensku. Eiginkona hans, elsti sonur og faðir hans hafi hlaupið um og leitað sonarins meðan hann birti Twitter færslu þar sem hann bað fylgjendur sína um hjálp, en þeir eru nær þrjú hundruð þúsund talsins. „Það eina sem ég gat hugsað um var hversu mikilvægar fyrstu mínúturnar væru í aðstæðum sem þessum, sérstaklega hefði honum verið rænt,“ segir í færslunni. „Faðmaði hann eins fast og ég gat“ Haraldur þakkaði öllum sem veittu honum hjálp en vakti athygli á að hann hafi að auki fengið hatursfull skilaboð frá fólki þar sem honum var sagt að hann væri vont foreldri, „Ég get ekki ímyndað mér illskuna sem þarf til þess að segja eitthvað slíkt.“ Hann segir frá því þegar honum var tilkynnt að sonurinn væri fundinn. „Um leið og þeir tjáðu mér að hann væri fundinn brotnaði ég niður. Ég gat ekki hætt að gráta. Við hlupum öll til hans. Hann hafði ratað aftur að hótelinu okkar. Hann var hræddur en óhultur. Ég faðmaði hann eins fast og ég gat,“ segir í færslu Haraldar. Þá segist hann aldrei hafa verið hræddari en þegar atvikið stóð yfir. Færsluna í heild sinni má sjá hér. Earlier today our 6 year old went missing in a city I've never been to before.It was a busy street. We turned around and he was gone. We started looking. After a minute I was scared. This has never happened before.We found two police officers. Their English wasn't good but — Halli (@iamharaldur) July 28, 2023
Íslendingar erlendis Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira