Goslok möguleg eftir eina til tvær vikur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 23:07 Eldgos við Litla-Hrút á Reykjanesskaga hófst 10. júlí síðastliðinn. vísir/vilhelm Dregið hefur úr afli gossins um 30 til 50 prósent síðustu vikuna. Goslok eru möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira