Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2023 11:09 Mikil mótmæli gegn Kóranbrennum hafa verið í ríkjum þar sem Múslimar eru í meirihluta. AP Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. Ráðuneytið segir að þrátt fyrir mikilvægi tjáningarfrelsis ógni slík mótmæli öryggi Dana. Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafi nú hug á að grípa inn í vegna skipulagðra mótmæla sem fela í sér slíkar brennur. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar segir svipað ferli í gangi í Svíþjóð, samkvæmt frétt BBC. Kastast hefur í kekki í vegna mótmæla öfgahægrimanna í Danmörku og Svíþjóð sem innihéldu svokallaðar Kóranbrennur, sem gengu út á það að eyðileggja ritið. Nokkur hundruð manns réðust til að mynda inn í sendiráð Svía í Bagdad, höfuðborg Írak, fyrr í mánuðinum, vegna skipulagðra mótmæla þar sem til stóð að framkvæma svokallaða Kóranbrennu. Kóranbrennurnar hafa komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfarið kveiktu tveir danskir öfgahægrimenn í eintaki af Kórani og Írakska fánanum fyrir utan sendiráð Íraks í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið íhugi nú afskipti af mótmælum sem innihalda móðgandi skilaboð í garð þjóðerna, trúarbragða eða menningar. Að mótmælin gætu haft neikvæð áhrif á landið og öryggi íbúa þess. Þá segir að mótmælin hafi að auki slæm áhrif á orðspor ríkisins á alþjóðavísu. Danmörk hafi nú orð á sér fyrir að umbera móðgun og niðurlægingu á menningu, trúarbrögðum og hefðum annarra landa. Í annarri tilkynningu segir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að svipuðu ferli hafi nú verið hleypt af stað í nánu sambandi við Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Svíþjóð Danmörk Írak Trúmál Tengdar fréttir Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ráðuneytið segir að þrátt fyrir mikilvægi tjáningarfrelsis ógni slík mótmæli öryggi Dana. Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafi nú hug á að grípa inn í vegna skipulagðra mótmæla sem fela í sér slíkar brennur. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar segir svipað ferli í gangi í Svíþjóð, samkvæmt frétt BBC. Kastast hefur í kekki í vegna mótmæla öfgahægrimanna í Danmörku og Svíþjóð sem innihéldu svokallaðar Kóranbrennur, sem gengu út á það að eyðileggja ritið. Nokkur hundruð manns réðust til að mynda inn í sendiráð Svía í Bagdad, höfuðborg Írak, fyrr í mánuðinum, vegna skipulagðra mótmæla þar sem til stóð að framkvæma svokallaða Kóranbrennu. Kóranbrennurnar hafa komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfarið kveiktu tveir danskir öfgahægrimenn í eintaki af Kórani og Írakska fánanum fyrir utan sendiráð Íraks í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið íhugi nú afskipti af mótmælum sem innihalda móðgandi skilaboð í garð þjóðerna, trúarbragða eða menningar. Að mótmælin gætu haft neikvæð áhrif á landið og öryggi íbúa þess. Þá segir að mótmælin hafi að auki slæm áhrif á orðspor ríkisins á alþjóðavísu. Danmörk hafi nú orð á sér fyrir að umbera móðgun og niðurlægingu á menningu, trúarbrögðum og hefðum annarra landa. Í annarri tilkynningu segir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að svipuðu ferli hafi nú verið hleypt af stað í nánu sambandi við Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Svíþjóð Danmörk Írak Trúmál Tengdar fréttir Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. 29. júní 2023 14:06
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent