Af hverju er þörf á uppbyggingu í Landmannalaugum? Eggert Valur Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun