Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2023 09:27 Watkins á sviði með Lostprophets, áður en komst upp um viðurstyggilega glæpi hans. Andrew Benge/Getty Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Heimildir breska dægurmiðilsins Mirror herma að Watkins hafi fundist í klefa sínum illa farinn eftir að hafa verið barinn og stunginn af samföngum sínum. Hann sé í bráðri lífshættu á sjúkrahúsi og megi teljast heppinn lifi hann af. Samfangar Watkins eru sagðir hafa náð að króa hann af inni í klefa hans vegna þess að færri fangaverðir starfa í HMP Wakefield fangelsinu, þar sem harðsvíruðustu fangar Bretlands afplána, nú yfir sumartímann. Watkins hafi um árabil verið sem gangandi skotmark annarra fanga vegna eðlis glæpa hans. Fleiri miðlar í Bretlandi hafa fengið það staðfest hjá lögreglu og fangelsismálayfirvöldum að mál sem kom upp í fangelsinu í gær sé til rannsóknar. Ekki sé hægt að greina frekar frá því að svo stöddu. Fékk aðdáendur til að brjóta gegn eigin börnum Hann var árið 2013 dæmdur til 29 ára langrar fangelsisvistar eftir að hafa gengist við því að fremja gróf kynferðisbrot gegn börnum. Þá mun hann afplána sex ár til viðbótar á reynslulausn lifi hann af. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhöldunum en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins bar við minnisleysi í þeim ákærulið. Hljómsveit Watkins, Lostprophets, var stofnuð árið 1997 og gaf út fimm breiðskífur, þar af eina sem komst á topp vinsældarlistans í Bretlandi. Hljómsveitin seldi milljónir platna og fyllti iðullega stóra tónleikastaði. Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tónlist Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskylda Watkins er miður sín og reið „Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir Jon Davies, stjúpfaðir Ian Watkins. 19. desember 2013 09:58 Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð Tvær konur dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 18. desember 2013 14:39 Lögreglan vissi af barnagirnd Watkins Lögreglan í Suður Wales situr undir ásökunum fyrir að hafa ekki stoppað rokksöngvarann Ian Watkins fyrr. 27. nóvember 2013 13:11 HMV fjarlægir tónlist barnaníðingsins Plötur hljómsveitarinnar Lostprophets teknar úr sölu. 29. nóvember 2013 13:55 Lostprophets söngvarinn Ian Watkins játar sekt í ógeðslegu barnaníðsmáli Rokksöngvarinn Ian Watkins játaði í dag sekt sína í afar ógeðfelldu máli er varðar barnaníð að verstu sort. 26. nóvember 2013 17:05 Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð Ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir brot gegn tæplega ársgömlu barni. 3. júní 2013 20:42 Réttað yfir rokksöngvara í sumar Sagður hafa ætlað að nauðga ársgömlu barni. 11. mars 2013 19:51 Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum. 26. nóvember 2013 18:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Heimildir breska dægurmiðilsins Mirror herma að Watkins hafi fundist í klefa sínum illa farinn eftir að hafa verið barinn og stunginn af samföngum sínum. Hann sé í bráðri lífshættu á sjúkrahúsi og megi teljast heppinn lifi hann af. Samfangar Watkins eru sagðir hafa náð að króa hann af inni í klefa hans vegna þess að færri fangaverðir starfa í HMP Wakefield fangelsinu, þar sem harðsvíruðustu fangar Bretlands afplána, nú yfir sumartímann. Watkins hafi um árabil verið sem gangandi skotmark annarra fanga vegna eðlis glæpa hans. Fleiri miðlar í Bretlandi hafa fengið það staðfest hjá lögreglu og fangelsismálayfirvöldum að mál sem kom upp í fangelsinu í gær sé til rannsóknar. Ekki sé hægt að greina frekar frá því að svo stöddu. Fékk aðdáendur til að brjóta gegn eigin börnum Hann var árið 2013 dæmdur til 29 ára langrar fangelsisvistar eftir að hafa gengist við því að fremja gróf kynferðisbrot gegn börnum. Þá mun hann afplána sex ár til viðbótar á reynslulausn lifi hann af. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhöldunum en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins bar við minnisleysi í þeim ákærulið. Hljómsveit Watkins, Lostprophets, var stofnuð árið 1997 og gaf út fimm breiðskífur, þar af eina sem komst á topp vinsældarlistans í Bretlandi. Hljómsveitin seldi milljónir platna og fyllti iðullega stóra tónleikastaði.
Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tónlist Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskylda Watkins er miður sín og reið „Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir Jon Davies, stjúpfaðir Ian Watkins. 19. desember 2013 09:58 Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð Tvær konur dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 18. desember 2013 14:39 Lögreglan vissi af barnagirnd Watkins Lögreglan í Suður Wales situr undir ásökunum fyrir að hafa ekki stoppað rokksöngvarann Ian Watkins fyrr. 27. nóvember 2013 13:11 HMV fjarlægir tónlist barnaníðingsins Plötur hljómsveitarinnar Lostprophets teknar úr sölu. 29. nóvember 2013 13:55 Lostprophets söngvarinn Ian Watkins játar sekt í ógeðslegu barnaníðsmáli Rokksöngvarinn Ian Watkins játaði í dag sekt sína í afar ógeðfelldu máli er varðar barnaníð að verstu sort. 26. nóvember 2013 17:05 Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð Ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir brot gegn tæplega ársgömlu barni. 3. júní 2013 20:42 Réttað yfir rokksöngvara í sumar Sagður hafa ætlað að nauðga ársgömlu barni. 11. mars 2013 19:51 Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum. 26. nóvember 2013 18:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Fjölskylda Watkins er miður sín og reið „Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir Jon Davies, stjúpfaðir Ian Watkins. 19. desember 2013 09:58
Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð Tvær konur dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 18. desember 2013 14:39
Lögreglan vissi af barnagirnd Watkins Lögreglan í Suður Wales situr undir ásökunum fyrir að hafa ekki stoppað rokksöngvarann Ian Watkins fyrr. 27. nóvember 2013 13:11
HMV fjarlægir tónlist barnaníðingsins Plötur hljómsveitarinnar Lostprophets teknar úr sölu. 29. nóvember 2013 13:55
Lostprophets söngvarinn Ian Watkins játar sekt í ógeðslegu barnaníðsmáli Rokksöngvarinn Ian Watkins játaði í dag sekt sína í afar ógeðfelldu máli er varðar barnaníð að verstu sort. 26. nóvember 2013 17:05
Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð Ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir brot gegn tæplega ársgömlu barni. 3. júní 2013 20:42
Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum. 26. nóvember 2013 18:59