Notkun farsíma í skólum Inga Sigrún Atladóttir skrifar 9. ágúst 2023 10:01 Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum. Þekktir sérfræðingar hafa fært rök fyrir því að neikvæð áhrif farsíma og spjaldtölva sé hægt að sjá á börnum nánast samstundis og telja að farsímar í skólum sé tilkomin vegna blindrar trú á tæknina og þeir sem ekki samþykkja bann á farsímum í skólum séu að loka augunum fyrir vandamáli sem blasir við. Flestir sem unnið hafa í skólum gera sér grein fyrir því að farsímar skapa fjölmörg vandamál í skólastarfi. Í hugum fjölmargra kennara og skólastjórnenda snýst deilan um farsíma í skólum því ekki um hvort farsímar skapi vandamál eða ekki heldur fyrst og fremst hvernig bregðast á við vandamálinu. Í umræðunni hafa komið fram andstæðar skoðanir sem kenna má við leiðandi eða skipandi uppeldi. Skipandi uppeldi setur hindranir og bönn til að vernda barnið og takmarka reynslu þeirra en leiðandi uppeldi leggur áherslu á að ræða við barnið um þá reynslu sem það verður fyrir og hjálpa því að yfirstíga þær hindranir sem upplifir.Þeir sem aðhyllast leiðandi uppeldi vilja ræða við unglingana um símanotkun, þau vandamál sem hún skapar og nýta reynslu þeirra til að móta nýjar reglur. Bann við notkun síma í skólum myndi leysa fjölmörg vandamál og auðvelda starfsfólki og mörgum nemendum lífið innan skólans. En rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að leiðandi uppeldi hefur jákvæðari áhrif á tengslamyndun en skipandi uppeldi, leiðandi uppeldi felur í sér meiri nánd við barnið og barn sem alið er upp við leiðandi uppeldi er líklegra til að hafa betri sjálfstjórn og meiri getu til að mynda nærandi tengsl við aðra. Hæfni barna til að stjórna eigin tilfinningum, skapi og hegðun er því lykilatriði í málflutningi þeirra sem ekki vilja banna síma í skólum. Þeir vilja nota vandamálið sem farsíminn skapar í skólastarfi til að þroska barnið, fá það til að velta fyrir sér áhrifum farsíma notkunar á einstaklinga og samfélag og velta fyrir sér orsökum og afleiðingum í málinu. Í námskránni 2011 var nám barna í grunnskólum fært frá kennarastýrðu námi að nemendastýrðu námi. Þær áherslur koma fram í grunnþáttunum sex svo og í áherslum námskrárinnar á lykilhæfni þar sem nemendur eiga að tileinka sér ábyrgð á eigin námi, taka þátt í lýðræðislegum umræðum og taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru um nám þeirra. Þannig má með rökum segja að símabann sem sett er á án aðkomu barna gangi gegn anda þeirrar námskrár sem íslenskum skólum er gert að starfa eftir. Íslenska námskráin leggur áherslu á leiðandi uppeldi, mannréttindi barna og þátttöku þeirra í skólasamfélaginu. Þannig þarf umræðan um símabann að vera um hvar og hvers konar aðkomu unglingar eiga að hafa af reglum um símanotkun í skólum en ekki hvort fullorðnum í íslensku samfélagi sé nóg boðið eða ekki. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og kennari höfundur bókarinnar: Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogafærni barna (2023). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum. Þekktir sérfræðingar hafa fært rök fyrir því að neikvæð áhrif farsíma og spjaldtölva sé hægt að sjá á börnum nánast samstundis og telja að farsímar í skólum sé tilkomin vegna blindrar trú á tæknina og þeir sem ekki samþykkja bann á farsímum í skólum séu að loka augunum fyrir vandamáli sem blasir við. Flestir sem unnið hafa í skólum gera sér grein fyrir því að farsímar skapa fjölmörg vandamál í skólastarfi. Í hugum fjölmargra kennara og skólastjórnenda snýst deilan um farsíma í skólum því ekki um hvort farsímar skapi vandamál eða ekki heldur fyrst og fremst hvernig bregðast á við vandamálinu. Í umræðunni hafa komið fram andstæðar skoðanir sem kenna má við leiðandi eða skipandi uppeldi. Skipandi uppeldi setur hindranir og bönn til að vernda barnið og takmarka reynslu þeirra en leiðandi uppeldi leggur áherslu á að ræða við barnið um þá reynslu sem það verður fyrir og hjálpa því að yfirstíga þær hindranir sem upplifir.Þeir sem aðhyllast leiðandi uppeldi vilja ræða við unglingana um símanotkun, þau vandamál sem hún skapar og nýta reynslu þeirra til að móta nýjar reglur. Bann við notkun síma í skólum myndi leysa fjölmörg vandamál og auðvelda starfsfólki og mörgum nemendum lífið innan skólans. En rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að leiðandi uppeldi hefur jákvæðari áhrif á tengslamyndun en skipandi uppeldi, leiðandi uppeldi felur í sér meiri nánd við barnið og barn sem alið er upp við leiðandi uppeldi er líklegra til að hafa betri sjálfstjórn og meiri getu til að mynda nærandi tengsl við aðra. Hæfni barna til að stjórna eigin tilfinningum, skapi og hegðun er því lykilatriði í málflutningi þeirra sem ekki vilja banna síma í skólum. Þeir vilja nota vandamálið sem farsíminn skapar í skólastarfi til að þroska barnið, fá það til að velta fyrir sér áhrifum farsíma notkunar á einstaklinga og samfélag og velta fyrir sér orsökum og afleiðingum í málinu. Í námskránni 2011 var nám barna í grunnskólum fært frá kennarastýrðu námi að nemendastýrðu námi. Þær áherslur koma fram í grunnþáttunum sex svo og í áherslum námskrárinnar á lykilhæfni þar sem nemendur eiga að tileinka sér ábyrgð á eigin námi, taka þátt í lýðræðislegum umræðum og taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru um nám þeirra. Þannig má með rökum segja að símabann sem sett er á án aðkomu barna gangi gegn anda þeirrar námskrár sem íslenskum skólum er gert að starfa eftir. Íslenska námskráin leggur áherslu á leiðandi uppeldi, mannréttindi barna og þátttöku þeirra í skólasamfélaginu. Þannig þarf umræðan um símabann að vera um hvar og hvers konar aðkomu unglingar eiga að hafa af reglum um símanotkun í skólum en ekki hvort fullorðnum í íslensku samfélagi sé nóg boðið eða ekki. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og kennari höfundur bókarinnar: Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogafærni barna (2023).
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun