Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 12:04 Júlíus Júlíusson er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar. Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti. Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti.
Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið
Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira