Öryrkinn borinn út Skúli Thoroddsen skrifar 10. ágúst 2023 17:31 Það vakti athygli þegar Sýslumaðurinn í Keflavík seldi lítið einbýlishús öryrkja í Reykjanesbæ á uppboði fyrir 3 milljónir. Húsið var metið á 57 milljónir. Öryrkinn talar ekki íslensku og á við vanheilsu að stríða vegna höfuðáverka af völdum slyss. Tap öryrkjans nemur um 54 milljónum vegna aðgerða sýslumanns. Voru þær aðgerðir lögmætar? Nýi dómsmálaráðherrann taldi þetta bara eðlilegt, einsog að selja kjörís, kannski. Reykjanesbær hafði beðið um að þetta yrði gert vegna vangoldinna fasteignagjalda. Veðskuldir voru engar á eigninni. Sjálfsagt að verða við kröfu bæjarins, hann bæri ábyrgðina, sagði þessi sérstaki fulltrúi réttlætisins, yfirmaður sýslumanns og fyrrverandi athafnakona sem virðist ekkert kunna í lögum. Ráðuneytið og ríkislögmaður hafna bótaskyldu. Öryrkinn var borinn út þann 3. ágúst sl. og bærinn skaffaði hinum eingasvifta öryrkja skjól hjá bænum. Er málið þá dautt? Maður bara spyr sig. Það brýtur gegn réttaravitund minni að drekkja því í þagnarhyl gleymskunnar. Skrifborðsskúffu ráðherrans, eins og ekkert sé. Fátt kemur lengur á óvart um misskiptingu í samfélaginu. En þegar Valdið er farið að bögga öryrkja, er einum of langt gengið. Það skiptir engu þó svo öryrkinn sé með skilorðsbundinn dóm á bakinu, sé kannski fíkill, andlega vanheill, fótbrotinn eða eitthvað, eða að það sé að opna Pandórubox að fara djúpt málið eins og forseti bæjarstjórnar orðar það. Þessi sala sýslumanns er ekki bara siðlaus heldur kol ólögleg að því er næst verður komist. Ég skal skýra það nánar. Sýslumaður fór ekki að lögum í málsmeðferð sinni. Með gerðinni bakaði hann öryrkjanum gífurlegt fjárhagstjón. Sendi hann á götuna, á bæinn, allslausan eftir að hafa hafa samþykkt tilboð í hús hans á nauðungaruppboði - sem ekki þurfti að fara fram. Sýslumaður fór ekki eftir meginreglum stjórnsýsluréttarins. Hann braut líka gegn 1. mgr. 130. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, að því er virðist. Hann gat vegna sérstakra aðstæðna frestað uppboðinu, í samræmi við heimild í 37. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991, sérstaklega vegna þess að hann mátti vita að mun hærra boð gæti fengist í eignina en 3 milljónir, kæmi til sölu. Hann lét undir höfuð leggjast að hafa samband við kröfuhafa, bæinn, um að hér væri eitthvað ekki í lagi, sem félagsmálaráð Reykjanesbæjar yrði að skoða nánar og eftir atvikum bregðast við. Sýslumaðurinn gerði það ekki. Hann brást öryrkjanum. „Gerði allt löglegt“, segir ráðherrann og lætur kyrrt liggja. Samkvæmt íslenskum stjórnsýslurétti bar sýslumanni að leiðbeina öryrkjanum áður en kom til ákvörðunar í málum. Sölunni. Það var ekki gert. Engin rök eru fyrir því að salan hafi verið málefnaleg, önnur en að hún var gerð að ósk Reykjanesbæjar, eins og dómsmálaráherra orðar það svo fallega. Það eru engin rök, engar málsástæður sem réttlæta aðförina, að svipta öryrkja eign sinni, margfalt umfram skuld hans við bæinn. Við blasir tilraun til þöggunar. Sýslumaður fór líka gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Og ráðherra lætur sér vel líka í frétt á RÚV. Nauðungarsalan er bótaskyld að skaðabótarétti að mínu viti. Ég vænti þess að slíkt mál verði höfðað af Öryrkjabandalagi Íslands, f.h. viðkomandi. Málið kallar á úrlausn dómstóla um hvort svona siðleysi standist lög. Salan er ólögmæt, að mínu mati, fer gegn réttmætisreglunni og virðist líka brjóta í bága við 130. gr. almennra hegningarlaga. Þá er aðgerðin augljóslega saknæm, ég segi ekki af ásetningi, en sýslumaður gerði sig klárlega sekan um mikið ranglæti með vítaverðu gáleysi við meðferð málsins, hvað svo sem dómsmálaráherra finnst og segir um það mál. Réttmætisreglan er ein af óskráðu um stjórnsýsluréttarins sem felur í sér kröfu um að ákvarðanir stjórnvalda séu studdar málefnalegum sjónarmiðum. Hún gildir einnig um ólögmæltar ákvarðanir. 130. gr. hegningarlaga vísar beint til réttmætisreglunnar varðandi gerðir m.a sýslumanna við nauðungarsölu. Þar segir í 1. mgr.: „Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.“ Nú er ég ekki að halda því fram að það hafi verið ásetningur sýslumanns að selja fasteign öryrkjans, í þessu tilviki mikils minni máttar, blákalt á undirverði „til þess að niðurstaðan yrði ranglát.“ En niðurstaðan varð ranglát. Af gáleysi? Af vítaverðu gáleysi? Hvað hefði vandaður sýslumaður gert? Góður og grandvar embættismaður? Það er dómstóla að dæma um það. Annað er ekki boðlegt. Sýslumaðurinn í Keflavík hefur óneitanlega skapað öryrkjanum tugmilljóna tjón, verið valdur að miklu ranglæti með athæfi sínu, sem gefur tilefni til nánari skoðunar og rannsóknar. Já, lögreglurannsóknar. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það vakti athygli þegar Sýslumaðurinn í Keflavík seldi lítið einbýlishús öryrkja í Reykjanesbæ á uppboði fyrir 3 milljónir. Húsið var metið á 57 milljónir. Öryrkinn talar ekki íslensku og á við vanheilsu að stríða vegna höfuðáverka af völdum slyss. Tap öryrkjans nemur um 54 milljónum vegna aðgerða sýslumanns. Voru þær aðgerðir lögmætar? Nýi dómsmálaráðherrann taldi þetta bara eðlilegt, einsog að selja kjörís, kannski. Reykjanesbær hafði beðið um að þetta yrði gert vegna vangoldinna fasteignagjalda. Veðskuldir voru engar á eigninni. Sjálfsagt að verða við kröfu bæjarins, hann bæri ábyrgðina, sagði þessi sérstaki fulltrúi réttlætisins, yfirmaður sýslumanns og fyrrverandi athafnakona sem virðist ekkert kunna í lögum. Ráðuneytið og ríkislögmaður hafna bótaskyldu. Öryrkinn var borinn út þann 3. ágúst sl. og bærinn skaffaði hinum eingasvifta öryrkja skjól hjá bænum. Er málið þá dautt? Maður bara spyr sig. Það brýtur gegn réttaravitund minni að drekkja því í þagnarhyl gleymskunnar. Skrifborðsskúffu ráðherrans, eins og ekkert sé. Fátt kemur lengur á óvart um misskiptingu í samfélaginu. En þegar Valdið er farið að bögga öryrkja, er einum of langt gengið. Það skiptir engu þó svo öryrkinn sé með skilorðsbundinn dóm á bakinu, sé kannski fíkill, andlega vanheill, fótbrotinn eða eitthvað, eða að það sé að opna Pandórubox að fara djúpt málið eins og forseti bæjarstjórnar orðar það. Þessi sala sýslumanns er ekki bara siðlaus heldur kol ólögleg að því er næst verður komist. Ég skal skýra það nánar. Sýslumaður fór ekki að lögum í málsmeðferð sinni. Með gerðinni bakaði hann öryrkjanum gífurlegt fjárhagstjón. Sendi hann á götuna, á bæinn, allslausan eftir að hafa hafa samþykkt tilboð í hús hans á nauðungaruppboði - sem ekki þurfti að fara fram. Sýslumaður fór ekki eftir meginreglum stjórnsýsluréttarins. Hann braut líka gegn 1. mgr. 130. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, að því er virðist. Hann gat vegna sérstakra aðstæðna frestað uppboðinu, í samræmi við heimild í 37. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991, sérstaklega vegna þess að hann mátti vita að mun hærra boð gæti fengist í eignina en 3 milljónir, kæmi til sölu. Hann lét undir höfuð leggjast að hafa samband við kröfuhafa, bæinn, um að hér væri eitthvað ekki í lagi, sem félagsmálaráð Reykjanesbæjar yrði að skoða nánar og eftir atvikum bregðast við. Sýslumaðurinn gerði það ekki. Hann brást öryrkjanum. „Gerði allt löglegt“, segir ráðherrann og lætur kyrrt liggja. Samkvæmt íslenskum stjórnsýslurétti bar sýslumanni að leiðbeina öryrkjanum áður en kom til ákvörðunar í málum. Sölunni. Það var ekki gert. Engin rök eru fyrir því að salan hafi verið málefnaleg, önnur en að hún var gerð að ósk Reykjanesbæjar, eins og dómsmálaráherra orðar það svo fallega. Það eru engin rök, engar málsástæður sem réttlæta aðförina, að svipta öryrkja eign sinni, margfalt umfram skuld hans við bæinn. Við blasir tilraun til þöggunar. Sýslumaður fór líka gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Og ráðherra lætur sér vel líka í frétt á RÚV. Nauðungarsalan er bótaskyld að skaðabótarétti að mínu viti. Ég vænti þess að slíkt mál verði höfðað af Öryrkjabandalagi Íslands, f.h. viðkomandi. Málið kallar á úrlausn dómstóla um hvort svona siðleysi standist lög. Salan er ólögmæt, að mínu mati, fer gegn réttmætisreglunni og virðist líka brjóta í bága við 130. gr. almennra hegningarlaga. Þá er aðgerðin augljóslega saknæm, ég segi ekki af ásetningi, en sýslumaður gerði sig klárlega sekan um mikið ranglæti með vítaverðu gáleysi við meðferð málsins, hvað svo sem dómsmálaráherra finnst og segir um það mál. Réttmætisreglan er ein af óskráðu um stjórnsýsluréttarins sem felur í sér kröfu um að ákvarðanir stjórnvalda séu studdar málefnalegum sjónarmiðum. Hún gildir einnig um ólögmæltar ákvarðanir. 130. gr. hegningarlaga vísar beint til réttmætisreglunnar varðandi gerðir m.a sýslumanna við nauðungarsölu. Þar segir í 1. mgr.: „Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.“ Nú er ég ekki að halda því fram að það hafi verið ásetningur sýslumanns að selja fasteign öryrkjans, í þessu tilviki mikils minni máttar, blákalt á undirverði „til þess að niðurstaðan yrði ranglát.“ En niðurstaðan varð ranglát. Af gáleysi? Af vítaverðu gáleysi? Hvað hefði vandaður sýslumaður gert? Góður og grandvar embættismaður? Það er dómstóla að dæma um það. Annað er ekki boðlegt. Sýslumaðurinn í Keflavík hefur óneitanlega skapað öryrkjanum tugmilljóna tjón, verið valdur að miklu ranglæti með athæfi sínu, sem gefur tilefni til nánari skoðunar og rannsóknar. Já, lögreglurannsóknar. Höfundur er lögfræðingur.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun