Ráðstefna um húsnæðismál - Opið bréf til Alþingis og sveitarstjórna Ámundi Loftsson skrifar 11. ágúst 2023 07:31 Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun