Skiptir um lið til að geta verið nær kærustunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 12:15 Carl Starfelt og Jacynta Galabadaarachchi fagna einum af fimm titlum sem hann vann með Celtic. Getty/Paul Devlin Fótboltamenn elta oft peninginn þegar þeir skipta um lið en sumir elta aftur á móti ástina. Það á við um sænska knattspyrnumanninn Carl Starfelt. Hinn 28 ára gamli Starfelt hefur spilað með skoska liðinu Celtic undanfarin tvö tímabil en er nú á leiðinni til spænska félagsins Celta Vigo. Celta Vigo are closing in on Carl Starfelt deal with Celtic permanent transfer being agreed this weekend Personal terms agreed and clubs now on the verge of completing the deal. pic.twitter.com/e63VsLEeIO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2023 Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sér eftir leikmanninum en hrósar honum líka fyrir að elta ástina. Starfelt gerir fjögurra ára samning við spænska félagið. Sportbladet Kærasta Starfelt er fyrrum leikmaður kvennaliðs Celtic. Hin 22 ára gamla Jacynta Galabadaarachchi samdi nýverið við lið Sporting frá Lissabon. Hún er ættuð frá Ástralíu, þykir mjög efnilegur leikmaður og skoraði 15 mörk í 25 leikjum á síðustu tveimur árum. Það er langt frá Glasgow til Lissabon en mun styttra að fara frá Vigo sem er rétt norður af landamærum Spánar og Portúgals. „Svona virkar fótboltaheimurinn. Þetta er tækifæri fyrir Carl. Hann stóð sig vel undanfarin ár, hann er góður gæi og lagði mikið á sig á undirbúningstímabilinu,“ sagði Brendan Rodgers. „Þegar þú horfir á stóru myndina þá hef ég líka tekið ákvarðanir sem taka mið á fjölskylduaðstæðum. Carl er greinilega í sterku sambandi og við öll tökum ákvarðanir með fjölskyldu okkar í huga,“ sagði Rodgers. Það er annar gamall Liverpool stjóri sem tekur við Carl Starfelt því knattspyrnustjóri Celta Vigo er Rafael Benítez. View this post on Instagram A post shared by @jacynta_gala Spænski boltinn Portúgalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Starfelt hefur spilað með skoska liðinu Celtic undanfarin tvö tímabil en er nú á leiðinni til spænska félagsins Celta Vigo. Celta Vigo are closing in on Carl Starfelt deal with Celtic permanent transfer being agreed this weekend Personal terms agreed and clubs now on the verge of completing the deal. pic.twitter.com/e63VsLEeIO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2023 Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sér eftir leikmanninum en hrósar honum líka fyrir að elta ástina. Starfelt gerir fjögurra ára samning við spænska félagið. Sportbladet Kærasta Starfelt er fyrrum leikmaður kvennaliðs Celtic. Hin 22 ára gamla Jacynta Galabadaarachchi samdi nýverið við lið Sporting frá Lissabon. Hún er ættuð frá Ástralíu, þykir mjög efnilegur leikmaður og skoraði 15 mörk í 25 leikjum á síðustu tveimur árum. Það er langt frá Glasgow til Lissabon en mun styttra að fara frá Vigo sem er rétt norður af landamærum Spánar og Portúgals. „Svona virkar fótboltaheimurinn. Þetta er tækifæri fyrir Carl. Hann stóð sig vel undanfarin ár, hann er góður gæi og lagði mikið á sig á undirbúningstímabilinu,“ sagði Brendan Rodgers. „Þegar þú horfir á stóru myndina þá hef ég líka tekið ákvarðanir sem taka mið á fjölskylduaðstæðum. Carl er greinilega í sterku sambandi og við öll tökum ákvarðanir með fjölskyldu okkar í huga,“ sagði Rodgers. Það er annar gamall Liverpool stjóri sem tekur við Carl Starfelt því knattspyrnustjóri Celta Vigo er Rafael Benítez. View this post on Instagram A post shared by @jacynta_gala
Spænski boltinn Portúgalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira