Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2023 12:11 Flóttakonum frá Nígeríu var vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í liðinni viku eftir að þrjátíu daga frestur eftir tvöfalda neitun hjá Útlendingastofnun og kærunefnd var liðinn. Þær vilja ekki snúa til heimalandsins þar sem þær hafi verið fórnarlömb mansals. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir að samtökin muni óska eftir samtali við dómsmálaráðherra um flóttafólk sem búið er að svipta rétti á þjónustu samkvæmt breyttum útlendingalögum og eru nú heimilislaus, en allt að 30 hælisleitendur eru í þeirri stöðu núna. Hún segir það ekki ganga upp að vísa fólkinu á sveitarfélögin án nokkurs samtals. „Ef að markmiðið með lögunum var að svipta fólk fæði og húsaskjóli svo það færi af landi þá er verið að færa vandann yfir á sveitarfélögin með því að ætlast til þess að þau taki við þeim og veiti þeim neyðarhúsnæði og framfærslu,“ segir Regína og að það þurfi að skýra betur þennan enda laganna og hvað eigi að gera þegar fólk er með komið endanlega synjun en getur ekki eða vill ekki sýna samstarfsvilja eða fara af landi brott. „Það getur auðvitað ekki búið úti á götu og við getum ekki af mannúðarsjónarmiðum horft upp á fólk án matar. Það er alveg ljóst að fólk mun banka upp á hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna og við erum í vanda og það er ekki hægt að setja svona löggjöf án þess að skýra út þennan enda,“ segir Regína og bendir á að Samband íslenskra sveitarfélaga hafa til dæmis varað við þessu þegar lögin voru sett og að það ætti ekki að velta vandanum yfir á sveitarfélögin. „Það þarf að finna einhverja leið og ég heyrði í viðtali um helgina að í einhverjum löndum eru ekki bara móttökubúðir heldur líka búðir fyrir þau sem eiga að fara af landi og það er eitthvað sem stjórnvöld eiga þá að huga það,“ segir Regína og ekki sé hægt að vísa vandanum á sveitarfélögin. Þannig þið viljið ekki taka við þessu fólki? „Við auðvitað erum bundin okkar félagsþjónustulögum og mannúðarsjónarmið, að við látum fólk auðvitað ekki svelta í sveitarfélögunum en við viljum fá eitthvað samtal og skýringar frá ríkinu hvað er ætlunin hjá þeim varðandi þessa einstaklinga,“ segir Regína og að hún skilji ekki ef markmið laganna er að fólk fái ekki áframhaldandi þjónustu hvernig þau telja sig vera að ná markmiðinu með því að vísa vandanum yfir á sveitarfélögin. Regína Ásvaldsdóttir segir sveitarfélögin ekki geta tekið við flóttafólki sem er heimilislaust og réttindalaust án nokkur samtals við ríkið. Sveitarfélögunum beri skylda til að þjónusta fólk en til þess verði það að hafa kennitölu.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að þótt svo að þau séu bundin af lögum til að þjónusta fólk þá gildi það aðeins um fólk með kennitölu, sem flóttafólkið sé oftast ekki með, en fjallað er um þetta í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nánar. „Það er eitthvað sem ekki stemmir þarna,“ segir hún og að það verði að hnýta þessa hnúta. Hún segir augljóst að fólk verði að fá einhverja framfærslu. „Það vill enginn horfa upp á fólk í svona mikilli neyð,“ segir Regína og bendir á að þau úrræði sem þegar eru fyrir heimilislausa eru þétt setin og að einhverju leyti skipuð ólíkum hópi með ólíkar þarfir en stór hluti þeirra sem þangað leitar er með þungan vímuefnavanda og að erfitt væri að blanda þessum hópum saman í þau úrræði sem þegar eru. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV um helgina að brotið væri blað með þessum breytingum í lögum og bæjarstjóri Hafnarfjarðar, þar sem þetta fólk er vistað í lokaúrræði, segir þau ekki hafa tök á að taka við þeim í sína félagsþjónustu. „Ég skil sjónarmið bæjarstjórans í Hafnarfirði og tek undir það sem borgarstjóri segir að þarna er verið að brjóta blað í sögu heimilislausra ef flóttafólk sem ekki fær vernd á Íslandi, eða hælisleitendur sem ekki eru komin með stöðu, ef það á að vísa þeim á sveitarfélögin er ekki verið að klára málið af hálfu ríkisins.“ Hún segir að þeirra næsta skref að óska eftir fund og tekur undir orð kollega sinna í Reykjavík og Hafnarfirði. „Við munum, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, ráða ráðum okkar og óska eftir fundi um þessi mál. Við setjum okkur í samband við ráðuneytin og óska eftir fundi. Það er mjög mikilvægt að það gerist sem fyrst.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir að samtökin muni óska eftir samtali við dómsmálaráðherra um flóttafólk sem búið er að svipta rétti á þjónustu samkvæmt breyttum útlendingalögum og eru nú heimilislaus, en allt að 30 hælisleitendur eru í þeirri stöðu núna. Hún segir það ekki ganga upp að vísa fólkinu á sveitarfélögin án nokkurs samtals. „Ef að markmiðið með lögunum var að svipta fólk fæði og húsaskjóli svo það færi af landi þá er verið að færa vandann yfir á sveitarfélögin með því að ætlast til þess að þau taki við þeim og veiti þeim neyðarhúsnæði og framfærslu,“ segir Regína og að það þurfi að skýra betur þennan enda laganna og hvað eigi að gera þegar fólk er með komið endanlega synjun en getur ekki eða vill ekki sýna samstarfsvilja eða fara af landi brott. „Það getur auðvitað ekki búið úti á götu og við getum ekki af mannúðarsjónarmiðum horft upp á fólk án matar. Það er alveg ljóst að fólk mun banka upp á hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna og við erum í vanda og það er ekki hægt að setja svona löggjöf án þess að skýra út þennan enda,“ segir Regína og bendir á að Samband íslenskra sveitarfélaga hafa til dæmis varað við þessu þegar lögin voru sett og að það ætti ekki að velta vandanum yfir á sveitarfélögin. „Það þarf að finna einhverja leið og ég heyrði í viðtali um helgina að í einhverjum löndum eru ekki bara móttökubúðir heldur líka búðir fyrir þau sem eiga að fara af landi og það er eitthvað sem stjórnvöld eiga þá að huga það,“ segir Regína og ekki sé hægt að vísa vandanum á sveitarfélögin. Þannig þið viljið ekki taka við þessu fólki? „Við auðvitað erum bundin okkar félagsþjónustulögum og mannúðarsjónarmið, að við látum fólk auðvitað ekki svelta í sveitarfélögunum en við viljum fá eitthvað samtal og skýringar frá ríkinu hvað er ætlunin hjá þeim varðandi þessa einstaklinga,“ segir Regína og að hún skilji ekki ef markmið laganna er að fólk fái ekki áframhaldandi þjónustu hvernig þau telja sig vera að ná markmiðinu með því að vísa vandanum yfir á sveitarfélögin. Regína Ásvaldsdóttir segir sveitarfélögin ekki geta tekið við flóttafólki sem er heimilislaust og réttindalaust án nokkur samtals við ríkið. Sveitarfélögunum beri skylda til að þjónusta fólk en til þess verði það að hafa kennitölu.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að þótt svo að þau séu bundin af lögum til að þjónusta fólk þá gildi það aðeins um fólk með kennitölu, sem flóttafólkið sé oftast ekki með, en fjallað er um þetta í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nánar. „Það er eitthvað sem ekki stemmir þarna,“ segir hún og að það verði að hnýta þessa hnúta. Hún segir augljóst að fólk verði að fá einhverja framfærslu. „Það vill enginn horfa upp á fólk í svona mikilli neyð,“ segir Regína og bendir á að þau úrræði sem þegar eru fyrir heimilislausa eru þétt setin og að einhverju leyti skipuð ólíkum hópi með ólíkar þarfir en stór hluti þeirra sem þangað leitar er með þungan vímuefnavanda og að erfitt væri að blanda þessum hópum saman í þau úrræði sem þegar eru. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV um helgina að brotið væri blað með þessum breytingum í lögum og bæjarstjóri Hafnarfjarðar, þar sem þetta fólk er vistað í lokaúrræði, segir þau ekki hafa tök á að taka við þeim í sína félagsþjónustu. „Ég skil sjónarmið bæjarstjórans í Hafnarfirði og tek undir það sem borgarstjóri segir að þarna er verið að brjóta blað í sögu heimilislausra ef flóttafólk sem ekki fær vernd á Íslandi, eða hælisleitendur sem ekki eru komin með stöðu, ef það á að vísa þeim á sveitarfélögin er ekki verið að klára málið af hálfu ríkisins.“ Hún segir að þeirra næsta skref að óska eftir fund og tekur undir orð kollega sinna í Reykjavík og Hafnarfirði. „Við munum, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, ráða ráðum okkar og óska eftir fundi um þessi mál. Við setjum okkur í samband við ráðuneytin og óska eftir fundi. Það er mjög mikilvægt að það gerist sem fyrst.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56
Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10
Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19