Úthugsað illvirki Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2023 10:00 Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun