Úthugsað illvirki Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2023 10:00 Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar