10 milljarða króna ákvörðun stjórnvalda Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 07:30 Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Evrópusambandið Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun