Biðst afsökunar á ummælum um land fyrir aðild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 08:26 Nató hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur bandalagsins við Úkraínu er ítrekaður. epa/Toms Kalnins Stian Jenssen, yfirmaður skrifstofu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum þar sem hann gaf í skyn að Úkraína gæti bundið enda á átökin með því að láta land af hendi. Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira