Hlaðvarpið fór af stað samhliða samnefndri sjónvarpsseríu hennar sem sýnd er á Stöð 2 og Stöð 2+. Þar ræðir Marín Manda var allskonar fræðifólk um allt milli himins og jarðar tengt lífsstíl, næringu, heilsu og fegurð.
Pressan oft of mikil
Lukka segir að þorri fólks hafi þetta val að nýta sér hreyfingu en oft verður svo mikil pressa að gera eitthvað stórkostlegt, ganga fjöll eða vera í einhverju ákveðnu prógrammi, að fólk gefst upp.
Hún telur það jákvæða þróun að fólk sé farið að eyða peningunum sínum í hreyfingu eða heilsueflingu en það sé ekki endilega nauðsynlegt að það sé ákveðinn ásetningur að hreyfa sig daglega.
„Við höldum að við þurfum að gera svo mikið, bara göngutúr út fyrir hússins dyr er ein vanmetnasta hreyfing í heimi.“
Segir aukinn skrefafjölda breyta leiknum
Lukka segir einnig að eitt besta heilsuráð sem maður geti gefið fólki sé að fá sér hund en aukinn skrefafjöldi daglega eykur langlífi og dregur úr ótímabærum dauða.
„Hálftíma göngutúr á kvöldin eftir síðustu máltíð er leikbreytir – en þú þarft að gera hann. Það eru bara tvö skref í þessum göngutúr sem eru erfið: fyrstu tvö. Þú þarft að fara út með hundinn, hvort sem þú átt hund eða ekki.“
Hér má hlusta á viðtalið við Lukku.