Öfgafullur seðlabanki? Stefán Ólafsson skrifar 23. ágúst 2023 12:30 Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Seðlabankinn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Enn hækkar Seðlabanki Íslands stýrivextina, þó raunvextir séu þegar komnir yfir langtímameðaltal (1,5%). Með stýrivexti í 9,25% og verðbólgu í 7,6% er bankinn kominn í mikla sérstöðu þegar litið er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd. Evru-löndin eru með 4,25% stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35% til 4,25%. Bandaríkin eru með 5,5% og Bretland 5,25%. Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu. Er þetta vegna þess að verðbólga sé svo miklu meiri á Íslandi en í helstu grannríkjunum? Nei, hreint ekki. Hún er til dæmis yfir 9% í Svíþjóð þó stýrivextir þar séu einungis um 3,75%. Algengast er enn að stýrivextir séu lægri en verðbólgustigið í Evrópu. Þessi samanburður sýnir að Seðlabanki Íslands er á mjög sérstakri vegferð – sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir. Það bitnar mest á þeim tekjulægri, yngra fólki á húsnæðismarkaði, einstæðum foreldrum og innflytjendum. Auk þess dregur þetta úr bráðnauðsynlegum nýbyggingum íbúða fyrir þá tekjulægri. Þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Seðlabankinn segir að rökin fyrir síðustu hækkunum stýrivaxtanna sé of mikil eftirspurnarþensla í hagkerfinu – of mikil neysla. Samt hefur einkaneysla þegar hætt að aukast og húsnæðismarkaðurinn er nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu. Rökin á bak við hina öfgafullu stefnu Seðlabanka Íslands virðast því vera þessi: „Nú er efnameiri helmingur þjóðarinnar að eyða of miklu (bæði heima og erlendis) og skal þá draga niður kjör efnaminni helmingsins svo um munar.“ Og hvað ferðaþjónustuna snertir virðist kenningin vera þessi: „Nú er ferðaþjónustan að vaxa alltof hratt, með of miklum innflutningi nýs vinnuafls – og þá skal láta hana í friði, jafnvel viðhalda örvandi skattaafsláttum“. Hvers vegna kemur ekki til greina að beita öðrum aðgerðum sem raunverulega draga niður umframeftirspurnina hjá þeim sem leika lausum hala? Er einhvers staðar skráð í reglubók seðlabankans að hann eigi fyrst og fremst að þjóna efnameiri helmingi þjóðarinnar? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun