„Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 21:01 Guðlaugur Þór Þórðarsson segir útilokað að ná loftlagsmarkmiðum án þess að framleiða græna orku. Vísir/Sigurjón Umhverfisráðherra segir umræðuna hér á landi hvað varðar græna orku skrítna og ekki i samræmi við það sem þekkist annars staðar. Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.” Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.”
Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira