Gerði 30 þúsund armbeygjur og hnébeygjur í júlí Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2023 20:04 Kristgeir Kristinsson, armbeygju- og hnébeygju kóngur, sem býr á Hellissandi og kennir m.a. Crossfit á Rifi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir Kristinsson á Hellissandi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að gera armbeygjur og hnébeygjur því hann gerði þrjátíu þúsund slíkar í síðasta mánuði. Á Rifi í Snæfellsbæ er glæsileg Crossfit stöð, sem Kristfríður Rós Stefánsdóttir og maður hennar Jón Steinar Ólafsson reka af miklum myndarskap. Starfsemin gengur vel og alltaf fullt af fólki frá Ólafsvík, Rifi og Hellissandi að æfa sig undir leiðsögn kennara. Einn af þeim er Kristgeir Kristinsson, 45 ára, sem á heima á Hellissandi en hann er sennilega armbeygju- og hnébeygju kóngur Íslands miðað við það sem hann gerði allan júlímánuð. „Þá tók ég 500 armbeygjur á dag og það voru einhverjar 15 þúsund armbeygjur og svo tók ég hnébeygjur líka, 15 þúsund í júlí,“ segir Kristgeir. En af hverju er hann að þessu? „Mig langaði bara að setja áskorun á mig og gerði samning við mig um að klára þetta og þegar samningurinn var kominn þá var ekki hægt að bakka út úr því. Ég ætlaði að gera þetta og ég gerði þetta,“ segir hann stoltur og ánægður með að hafa náð markmiði sínu. Kristgeir gerði 500 armbeygjur á hverjum degi í júlí og 500 hnébeygjur líka. Ótrúlegt en dagsatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir tók 50 armbeygjur í einni beit nokkrum sinnum á dag og eins með hnébeygjurnar og endaði svo alltaf daginn á að vera búin að gera 500 af báðu. En hver er tæknin við að gera armbeygjur almennilega? „Fyrir mér er þetta bara að vera spenntur, taka hérna og snúa hérna, læsa, spenna rasskinnar og svo bara dúa upp og niður. Það sem hentar mér hentar kannski ekkert endilega þér,“ segir Kristgeir og bætir við. „Aðal markmiðið mitt er að vera vel settur með barnabörnum og barnabarnabörnum þegar að því kemur og börnum mínum og geta gert það sem þau eru að gera. Ég hvet fólk allan daginn að gera svona æfingar eða einhverja allt aðrar æfingar, númer 1, 2 og 3 er að hreyfa sig“, segir Kristgeir. Snæfellsbær CrossFit Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Á Rifi í Snæfellsbæ er glæsileg Crossfit stöð, sem Kristfríður Rós Stefánsdóttir og maður hennar Jón Steinar Ólafsson reka af miklum myndarskap. Starfsemin gengur vel og alltaf fullt af fólki frá Ólafsvík, Rifi og Hellissandi að æfa sig undir leiðsögn kennara. Einn af þeim er Kristgeir Kristinsson, 45 ára, sem á heima á Hellissandi en hann er sennilega armbeygju- og hnébeygju kóngur Íslands miðað við það sem hann gerði allan júlímánuð. „Þá tók ég 500 armbeygjur á dag og það voru einhverjar 15 þúsund armbeygjur og svo tók ég hnébeygjur líka, 15 þúsund í júlí,“ segir Kristgeir. En af hverju er hann að þessu? „Mig langaði bara að setja áskorun á mig og gerði samning við mig um að klára þetta og þegar samningurinn var kominn þá var ekki hægt að bakka út úr því. Ég ætlaði að gera þetta og ég gerði þetta,“ segir hann stoltur og ánægður með að hafa náð markmiði sínu. Kristgeir gerði 500 armbeygjur á hverjum degi í júlí og 500 hnébeygjur líka. Ótrúlegt en dagsatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristgeir tók 50 armbeygjur í einni beit nokkrum sinnum á dag og eins með hnébeygjurnar og endaði svo alltaf daginn á að vera búin að gera 500 af báðu. En hver er tæknin við að gera armbeygjur almennilega? „Fyrir mér er þetta bara að vera spenntur, taka hérna og snúa hérna, læsa, spenna rasskinnar og svo bara dúa upp og niður. Það sem hentar mér hentar kannski ekkert endilega þér,“ segir Kristgeir og bætir við. „Aðal markmiðið mitt er að vera vel settur með barnabörnum og barnabarnabörnum þegar að því kemur og börnum mínum og geta gert það sem þau eru að gera. Ég hvet fólk allan daginn að gera svona æfingar eða einhverja allt aðrar æfingar, númer 1, 2 og 3 er að hreyfa sig“, segir Kristgeir.
Snæfellsbær CrossFit Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira