Hvernig verður spilling upprætt? Guðmundur Ragnarsson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 31. ágúst 2023 13:01 Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar