Ástæða velgengni lyfafyrirtækisins er einföld en það er framleiðandi þyngdarstjórnunarlyfsins Wegovy sem nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir.
Lyfið fékk markaðsleyfi í Bretlandi í nótt og í morgun höfðu bréf í félaginu tekið stórt stökk upp á við.
Fyrirtækið er nú metið á tæpa 430 milljarða dollara.
Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna.
Lyfið hefur líka slegið í gegn hjá fræga fólkinu og menn á borð við Elon Musk eru sagðir á meðal notenda þess. Sérfræðingar hafa þó ítrekað varað við að ekki sé um kraftaverkalyf að ræða og að rannsóknir hafi sýnt að þeir sem noti lyfið bæti á sig kílóunum aftur þegar þeir hætta á lyfinu.
Þess ber að geta að Novo Nordisk framleiðir einnig Ozempic og Saxenda, sem einnig hafa notið gríðarlegra vinsælda.