Óttar fer með himinskautum Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 8. september 2023 17:01 Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun