Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp af gáleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2023 15:29 Frá vettvangi slyssins í nóvember 2021. RNSA Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins. Það var 3. nóvember 2021 sem karlmaðurinn ók bíl suður Hvalfjarðarveg og yfir brú yfir Laxá í Kjós. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mat það svo að karlmaðurinn hefði sennilega lifað af hefði hann verið í öryggisbelti. Hvorugur mannanna var í belti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni gott. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Ökumaðurinn játaði brot sitt greiðlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og leit dómurinn til þess við ákvörðun refsingu. Ökumaðurinn talaði máli sínu fyrir dóminum sem taldi ljóst að hann hefði orðið fyrir miklu áfalli vegna þessa hörmulega atviks. Kvað hann ekki líða þann dag að hann hugsi ekki um atvikið og afleiðingar þess. Sjálfur slasaðist ökumaðurinn alvarlega og varð fyrir heilsutjóni sem háir honum enn í dag. Þá lá fyrir vottorð sálfræðings þar sem fram kom að ökumaðurinn hefði á tíma meðferðarinnar haft einkenni áfallastreitu sem þarfnist frekari meðhöndlunar við. Þótt þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur eðlileg refsing. Þá var hann sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Dómsmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Það var 3. nóvember 2021 sem karlmaðurinn ók bíl suður Hvalfjarðarveg og yfir brú yfir Laxá í Kjós. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mat það svo að karlmaðurinn hefði sennilega lifað af hefði hann verið í öryggisbelti. Hvorugur mannanna var í belti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni gott. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Ökumaðurinn játaði brot sitt greiðlega fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og leit dómurinn til þess við ákvörðun refsingu. Ökumaðurinn talaði máli sínu fyrir dóminum sem taldi ljóst að hann hefði orðið fyrir miklu áfalli vegna þessa hörmulega atviks. Kvað hann ekki líða þann dag að hann hugsi ekki um atvikið og afleiðingar þess. Sjálfur slasaðist ökumaðurinn alvarlega og varð fyrir heilsutjóni sem háir honum enn í dag. Þá lá fyrir vottorð sálfræðings þar sem fram kom að ökumaðurinn hefði á tíma meðferðarinnar haft einkenni áfallastreitu sem þarfnist frekari meðhöndlunar við. Þótt þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur eðlileg refsing. Þá var hann sviptur ökuréttindum í átján mánuði.
Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Dómsmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira