Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 11:39 Skjálftinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu í þorpum og bæjum frá Atlas-fjöllum til Marrakesh. Yfir 2.800 eru látnir. epa/Jerome Favre Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi. Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“ Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“
Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira