Enski boltinn

Ten Hag mun ekki gefa sig: Krefst af­sökunar­beiðni frá Sancho

Aron Guðmundsson skrifar
Jadon Sancho mun ekki fá að æfa aftur með aðalliði Manchester United fyrr en í fyrsta lagi eftir að hann biður Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, sem og félagið í heild sinni afsökunar á framferði sínu
Jadon Sancho mun ekki fá að æfa aftur með aðalliði Manchester United fyrr en í fyrsta lagi eftir að hann biður Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, sem og félagið í heild sinni afsökunar á framferði sínu Vísir/Getty

Erik ten Hag, knatt­spyrnu­stjóri enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Manchester United, vill fá af­sökunar­beiðni frá Jadon Sancho, leik­manni fé­lagsins, áður en hann snýr aftur í aðal­liðið hjá Rauðu djöflunum. Sancho æfir nú einn síns liðs vegna aga­brots.

Frá þessu er greint á vef Sky Sports þar sem segir enn fremur að Ten Hag muni ekki gefa eftir í málinu, Sancho fái ekki að grafa undir valdi hans sem knatt­­­spyrnu­­­stjóri.

Ten Hag vill að Sancho biðji sig, sem og fé­lagið í heild sinni, af­­­sökunar á fram­­­ferði sínu.

Sancho hafði gagn­rýnt Ten Hag harð­­­lega í færslu á sam­­­fé­lags­­­miðlum eftir að hann var skilinn eftir utan leik­manna­hóps Manchester United fyrir leik liðsins gegn Arsenal fyrir lands­­­leikjá­hlé.

Ten Hag var, eftir um­­­ræddan leik, spurður út í fjar­veru Sancho en þar tjáði Hollendingurinn blaða­­­­mönnum að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið.

Sancho svaraði því með færslu á sam­­­fé­lags­­­miðlum. Sagði fólki að trúa ekki öllu því sem það læsi. „Ég hef verið gerður að blóra­böggli í langan tíma og það er ekki sann­gjarnt!“ skrifaði Sancho meðal annars í færslunni sem hann hefur nú eytt.

Yfir 60 milljónir not­enda á sam­­­fé­lags­­­miðlinum X höfðu séð færslu Sancho áður en hann eyddi henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×