Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2023 22:11 Þórdís Sif Sigurðardóttir er bæjarstjóri Vesturbyggðar. Egill Aðalsteinsson Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar sameiningarkosningar. Venjulega hefur í kosningum hérlendis aðeins verið einn kjördagur en þegar íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ganga að kjörborðinu núna í október verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýju fyrirkomulagi um íbúakosningar. Þannig skal atkvæðagreiðsla vara í minnst tvær vikur en mest fjórar. Og niðurstaðan verður bindandi. Frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Já, það verða íbúakosningar frá 9. til 28. október. Þetta er sem sagt samkvæmt nýjum reglum og reglugerð um íbúakosningar,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. En hvað mun sameining þýða fyrir byggðirnar? „Sterkari rödd bara samfélagsins hérna. Minni stjórnsýsla. Sterkara sveitarfélag til að takast á við þau verkefni sem við þurfum öll að takast á við. Það er náttúrlega mjög breytt umhverfi sveitarfélaga undanfarin ár. Þannig að ég held að þetta sé bara gott fyrir okkur sem sunnanverða Vestfirði að fara þessa leið,“ svarar bæjarstjórinn. Frá Tálknafirði.Vilhelm Gunnarsson Það er orðin lenska við sameiningu sveitarfélaga hérlendis að spyrða kröfur um samgöngubætur við. Hér vilja menn göng og ekki bara ein heldur tvenn. „Þetta er náttúrlega eitt af því sem skiptir miklu máli, bæði fyrir íbúana og fyrirtækin, að samgöngur séu góðar á svæðinu,“ segir Þórdís Sif. Miklar endurbætur standa nú yfir á veginum um Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ráðamenn sveitarfélaganna telja hins vegar lykilatriði að fá jarðgöng þar á milli sem og undir Hálfdán, heiðina milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Frá Bíldudal.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að það er bara gríðarlega mikið sem þarf að gera í vegasamgöngum hérna á milli. Svo eru þetta líka fjallvegir og fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða er hérna á milli. Fólk líka hættir sér ekkert endilega á að keyra þarna á milli. Það eru margir sem veigra sér við að fara hérna á milli að vetri til,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Tálknafjörður Samgöngur Vegagerð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53 Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar sameiningarkosningar. Venjulega hefur í kosningum hérlendis aðeins verið einn kjördagur en þegar íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ganga að kjörborðinu núna í október verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýju fyrirkomulagi um íbúakosningar. Þannig skal atkvæðagreiðsla vara í minnst tvær vikur en mest fjórar. Og niðurstaðan verður bindandi. Frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Já, það verða íbúakosningar frá 9. til 28. október. Þetta er sem sagt samkvæmt nýjum reglum og reglugerð um íbúakosningar,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. En hvað mun sameining þýða fyrir byggðirnar? „Sterkari rödd bara samfélagsins hérna. Minni stjórnsýsla. Sterkara sveitarfélag til að takast á við þau verkefni sem við þurfum öll að takast á við. Það er náttúrlega mjög breytt umhverfi sveitarfélaga undanfarin ár. Þannig að ég held að þetta sé bara gott fyrir okkur sem sunnanverða Vestfirði að fara þessa leið,“ svarar bæjarstjórinn. Frá Tálknafirði.Vilhelm Gunnarsson Það er orðin lenska við sameiningu sveitarfélaga hérlendis að spyrða kröfur um samgöngubætur við. Hér vilja menn göng og ekki bara ein heldur tvenn. „Þetta er náttúrlega eitt af því sem skiptir miklu máli, bæði fyrir íbúana og fyrirtækin, að samgöngur séu góðar á svæðinu,“ segir Þórdís Sif. Miklar endurbætur standa nú yfir á veginum um Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ráðamenn sveitarfélaganna telja hins vegar lykilatriði að fá jarðgöng þar á milli sem og undir Hálfdán, heiðina milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Frá Bíldudal.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að það er bara gríðarlega mikið sem þarf að gera í vegasamgöngum hérna á milli. Svo eru þetta líka fjallvegir og fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða er hérna á milli. Fólk líka hættir sér ekkert endilega á að keyra þarna á milli. Það eru margir sem veigra sér við að fara hérna á milli að vetri til,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Tálknafjörður Samgöngur Vegagerð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53 Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53
Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37