„Kjötsúpan sem börnin mín elska“ Íris Hauksdóttir skrifar 18. september 2023 17:01 Mæðgurnar Ástrós Rut og Emma deila girnilegri uppskrift sem er jafnvel enn betri daginn eftir. aðsend Ástrós Rut Sigurðardóttir er mörgum kunn í gegnum samfélagsmiðla sína sem og þingstörf en hún er varaþingmaður Viðreisnar. Samhliða því rekur Ástrós stórt heimili og deilir ráðum varðandi hagkvæm húsráð og matar miklar uppskriftir sem börnin á heimilinu elska. Það var því ekki úr vegi að fá Ástrós til að deila með lesendum ljúffenga uppskrift af kjötsúpu sem hún segir að slái alltaf í gegn. Ástrós segir alla fjölskyldumeðlimi elska þessa kjötsúpu.aðsend „Mér finnst fátt þægilegra þegar kemur að eldamennskunni, en að elda eitthvað sem öll börnin mín fjögur elska. Við þekkjum strögglið við að elda kvöldmat sem allir vilja borða, það er voða erfitt að gera öllum til geðs hverju sinni. Ef börnin ykkar fíla kjötsúpu, þá veit ég að þau munu elska þessa. Þessi uppskrift er passleg fyrir fjóra til fimm og tekur rúmlega klukkutíma að útbúa.“ Hér má sjá innihaldsefni súpunnar. aðsend Innihaldsefni 1 kg súpukjöt1 stór rófa10 kartöflur10 gulrætur1 laukur1/2 blaðlaukur1,5 dl hrísgrjón eða bankabyggLófafylli súpujurtir2 tsk. nautakraftur2 tsk. grænmetiskrafturLófafylli steinseljaDass af salti, pipar og SPG Einkadóttirin, Emma er liðtæk þegar kemur að eldhússtörfum. aðsend Byrjið á skola súpukjötið í köldu vatni. Setjið svo kjötið í pott og bætið tveimur lítrum af vatni við. Fáið suðu upp og leyfið kjötinu að sjóða í sirka hálftíma. Þegar froðan kemur, takið hana af með sleif. Skerið grænmetið í bita á meðan. Gulræturnar, rófurnar og kartöflurnar í góða munnbita, laukinn og blaðlaukinn smærra. Emma tekur virkan þátt í matarundirbúningnum með mömmu sinni.aðsend Bætið öllu við í súpukjötspottinn og bætið við kröftunum, grjónum og súpu jurtum ásamt kryddum. SPG er kryddblanda sem fæst til dæmis í Krónunni. Leyfið öllu að sjóða í tæpan hálftíma í viðbót eða þangað til grænmetið er orðið nógu mjúkt til að kjamsa á. Það er sterkur leikur að tína upp kjötið úr pottinum, skera í minni bita og setja aftur í pottinn. Bætið ferskri steinselju við svona í lokin, bæði uppá ferskleikann og náttúrlega lúkkið, það má nú ekki klikka. Himnesk og haustleg súpa.aðsend Njótið vel, súpan er góð í dag en ennþá betri daginn eftir. Matur Uppskriftir Börn og uppeldi Súpur Tengdar fréttir „Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp“ Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma. 18. apríl 2023 15:40 Sonur Ástrósar og Davíðs kominn í heiminn Sonur Ástrósar Rutar Sigurðardóttur og Davíðs Arnar Hjartarsonar er kominn í heiminn. Drengurinn kom í heiminn í gær eftir langa fæðingu en foreldrarnir segjast vera ástfangnir upp fyrir haus. 16. apríl 2021 20:22 Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Sjá meira
Samhliða því rekur Ástrós stórt heimili og deilir ráðum varðandi hagkvæm húsráð og matar miklar uppskriftir sem börnin á heimilinu elska. Það var því ekki úr vegi að fá Ástrós til að deila með lesendum ljúffenga uppskrift af kjötsúpu sem hún segir að slái alltaf í gegn. Ástrós segir alla fjölskyldumeðlimi elska þessa kjötsúpu.aðsend „Mér finnst fátt þægilegra þegar kemur að eldamennskunni, en að elda eitthvað sem öll börnin mín fjögur elska. Við þekkjum strögglið við að elda kvöldmat sem allir vilja borða, það er voða erfitt að gera öllum til geðs hverju sinni. Ef börnin ykkar fíla kjötsúpu, þá veit ég að þau munu elska þessa. Þessi uppskrift er passleg fyrir fjóra til fimm og tekur rúmlega klukkutíma að útbúa.“ Hér má sjá innihaldsefni súpunnar. aðsend Innihaldsefni 1 kg súpukjöt1 stór rófa10 kartöflur10 gulrætur1 laukur1/2 blaðlaukur1,5 dl hrísgrjón eða bankabyggLófafylli súpujurtir2 tsk. nautakraftur2 tsk. grænmetiskrafturLófafylli steinseljaDass af salti, pipar og SPG Einkadóttirin, Emma er liðtæk þegar kemur að eldhússtörfum. aðsend Byrjið á skola súpukjötið í köldu vatni. Setjið svo kjötið í pott og bætið tveimur lítrum af vatni við. Fáið suðu upp og leyfið kjötinu að sjóða í sirka hálftíma. Þegar froðan kemur, takið hana af með sleif. Skerið grænmetið í bita á meðan. Gulræturnar, rófurnar og kartöflurnar í góða munnbita, laukinn og blaðlaukinn smærra. Emma tekur virkan þátt í matarundirbúningnum með mömmu sinni.aðsend Bætið öllu við í súpukjötspottinn og bætið við kröftunum, grjónum og súpu jurtum ásamt kryddum. SPG er kryddblanda sem fæst til dæmis í Krónunni. Leyfið öllu að sjóða í tæpan hálftíma í viðbót eða þangað til grænmetið er orðið nógu mjúkt til að kjamsa á. Það er sterkur leikur að tína upp kjötið úr pottinum, skera í minni bita og setja aftur í pottinn. Bætið ferskri steinselju við svona í lokin, bæði uppá ferskleikann og náttúrlega lúkkið, það má nú ekki klikka. Himnesk og haustleg súpa.aðsend Njótið vel, súpan er góð í dag en ennþá betri daginn eftir.
Matur Uppskriftir Börn og uppeldi Súpur Tengdar fréttir „Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp“ Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma. 18. apríl 2023 15:40 Sonur Ástrósar og Davíðs kominn í heiminn Sonur Ástrósar Rutar Sigurðardóttur og Davíðs Arnar Hjartarsonar er kominn í heiminn. Drengurinn kom í heiminn í gær eftir langa fæðingu en foreldrarnir segjast vera ástfangnir upp fyrir haus. 16. apríl 2021 20:22 Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Sjá meira
„Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp“ Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma. 18. apríl 2023 15:40
Sonur Ástrósar og Davíðs kominn í heiminn Sonur Ástrósar Rutar Sigurðardóttur og Davíðs Arnar Hjartarsonar er kominn í heiminn. Drengurinn kom í heiminn í gær eftir langa fæðingu en foreldrarnir segjast vera ástfangnir upp fyrir haus. 16. apríl 2021 20:22