Utan vallar: Steikjandi hiti Tel Aviv tekur á móti brautryðjendum Breiðabliks Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 09:31 Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv á Bloomfield leikvanginum annað kvöld í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Samsett mynd Vegferð karlaliðs Breiðabliks í fótbolta í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst hér í Ísrael, nánar tiltekið Tel Aviv, á fimmtudaginn kemur þegar að Blikar heimsækja sigursælasta lið Ísrael, Maccabi Tel Aviv. Lið sem þjálfað er af þekktum fyrrum markaskorara úr ensku úrvalsdeildinni. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. Fyrirfram má reikna með afar krefjandi leik fyrir Blika sem hefur fatast flugið undanfarið heima fyrir í Bestu deildinni, því þó að ísraelska deildin sé ekki með hæst skrifuðu deildum Evrópuboltans er þar að finna lið með ríka sögu, lið sem hafa áður gert sig gildandi í Evrópu. Það er í þessu mannvirki sem leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks mun fara fram. Bloomfield leikvangurinn, sem tekinn var í gagnið árið 1962, tekur um 30 þúsund manns í sæti.Vísir/Aron Guðmundsson Hitinn í Tel Aviv þessa dagana er mikill og nær óbærilegur fyrir Íslending sem var farinn að gíra sig í íslenska haustið, slagveðrið sem því fylgir og virkaði það á mann sem kærkomin tilbreyting eftir allt of góðan seinni part sumars. Hér má sjá veðurspánna klukkan tíu á fimmtudagskvöld hér að staðartíma í Tel Avív þegar flautað verður til leiks í leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks. Engin sól verður á lofti til að baka leikmenn en hitinn stendur þó í 27 gráðum og þá er rakinn mikill.Mynd:Skjáskot Nei, nei Tel Aviv heilsar með sínum 30 gráðum og steikjandi sól og maður hugsar til leikmanna Breiðabliks sem þurfa að puða verulega til þess að krækja í úrslit hér á fimmtudagskvöld. Leikur Breiðabliks við heimamenn mun hefjast klukkan tíu á fimmtudagskvöld að staðartíma en þó svo að sólin verði sest mun hitinn ekki hafa lækkað mikið hér í Tel Aviv. Hann mun standa í um og yfir 27 gráðum. Staðan í Tel Aviv núna í morgunsáriðVísir/Aron Guðmundsson Langt ferðalag að baki Blikar mættu seint til Tel Aviv í gærkvöldi eftir morgunflug frá Keflavík, með millilendingu á Heathrow flugvelli í Lundúnum. Eftir stutt stopp í Lundúnum tók við rúmlega fjögurra klukkustunda flug til Tel Aviv og var hersingin því mætt hingað upp úr klukkan miðnætti að staðartíma. Boðað hefur blaðamannafunda seinna í dag þar sem Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv og fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni, annars vegar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks hins vegar munu sitja fyrir svörum. Robbie Keane á enn eftir að tapa leik sem þjálfari Maccabi Tel AvivMynd: Maccabi Tel Aviv Í kjölfarið munu Blikar æfa á keppnisvelli morgundagsins Bloomfield leikvanginum, sem tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti, og skerpa á hlutunum fyrir leikdaginn sjálfan. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Ísrael Fótbolti Íslenski boltinn Utan vallar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. Fyrirfram má reikna með afar krefjandi leik fyrir Blika sem hefur fatast flugið undanfarið heima fyrir í Bestu deildinni, því þó að ísraelska deildin sé ekki með hæst skrifuðu deildum Evrópuboltans er þar að finna lið með ríka sögu, lið sem hafa áður gert sig gildandi í Evrópu. Það er í þessu mannvirki sem leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks mun fara fram. Bloomfield leikvangurinn, sem tekinn var í gagnið árið 1962, tekur um 30 þúsund manns í sæti.Vísir/Aron Guðmundsson Hitinn í Tel Aviv þessa dagana er mikill og nær óbærilegur fyrir Íslending sem var farinn að gíra sig í íslenska haustið, slagveðrið sem því fylgir og virkaði það á mann sem kærkomin tilbreyting eftir allt of góðan seinni part sumars. Hér má sjá veðurspánna klukkan tíu á fimmtudagskvöld hér að staðartíma í Tel Avív þegar flautað verður til leiks í leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks. Engin sól verður á lofti til að baka leikmenn en hitinn stendur þó í 27 gráðum og þá er rakinn mikill.Mynd:Skjáskot Nei, nei Tel Aviv heilsar með sínum 30 gráðum og steikjandi sól og maður hugsar til leikmanna Breiðabliks sem þurfa að puða verulega til þess að krækja í úrslit hér á fimmtudagskvöld. Leikur Breiðabliks við heimamenn mun hefjast klukkan tíu á fimmtudagskvöld að staðartíma en þó svo að sólin verði sest mun hitinn ekki hafa lækkað mikið hér í Tel Aviv. Hann mun standa í um og yfir 27 gráðum. Staðan í Tel Aviv núna í morgunsáriðVísir/Aron Guðmundsson Langt ferðalag að baki Blikar mættu seint til Tel Aviv í gærkvöldi eftir morgunflug frá Keflavík, með millilendingu á Heathrow flugvelli í Lundúnum. Eftir stutt stopp í Lundúnum tók við rúmlega fjögurra klukkustunda flug til Tel Aviv og var hersingin því mætt hingað upp úr klukkan miðnætti að staðartíma. Boðað hefur blaðamannafunda seinna í dag þar sem Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv og fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni, annars vegar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks hins vegar munu sitja fyrir svörum. Robbie Keane á enn eftir að tapa leik sem þjálfari Maccabi Tel AvivMynd: Maccabi Tel Aviv Í kjölfarið munu Blikar æfa á keppnisvelli morgundagsins Bloomfield leikvanginum, sem tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti, og skerpa á hlutunum fyrir leikdaginn sjálfan. Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Ísrael Fótbolti Íslenski boltinn Utan vallar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira