Sjáðu myndina: Áhrifa Viðars Arnar gætir enn í Tel Aviv Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 13:30 Viðar Örn Kjartansson fagnar marki með Maccabi Tel Aviv á sínum tíma Mynd: Maccabi Tel Aviv Ísland á sína tengingu við ísraelska fótboltaliðið Maccabi Tel Aviv sem á morgun tekur á móti Breiðabliki í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson
Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira