Rupert Murdoch sest í helgan stein Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 13:44 Rupert Murdoch er 92 ára gamall. AP/Evan Agostini Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur ákveðið að setjast í helgan stein og hætta sem formaður stjórna bæði Fox og News Corp. Murdoch, sem er 92 ára gamall, er mjög umdeildur vegna umsvifa hans á fjölmiðalmarkaði. Lachlan Murdoch, sonur hans, mun taka við sem formaður stjórnanna, samkvæmt tilkynningu. Auðjöfurinn hóf rekstur á fjölmiðlamarkaði á sjötta áratug síðust aldar en rekur nú dagblöð og sjónvarpsstöðvar víða um heim. Murdoch keyptu kvikmyndaframleiðsluverið Twentieht Century Fox árið 1985 og ári síðar keypti hann nokkrar sjónvarpsstöðvar og stofnaði Fox Broadcasting. Sjónvarpsstöðina Fox News stofnaði hann árið 1996 en hún er nú vinsælasta fréttastöð Bandaríkjanna. Lachlan Murdoch mun taka við af föður sínum sem stjórnarformaður Fox News og News Corp.AP/Evan Agostini Auk þess að eiga Fox News, á hann einnig Times of London, Wall Street Journal, Sky News í Ástralíu og Sun, svo einhverjir miðlar séu nefndir. Murdoch trúlofaði sig í upphafi árs en sleit trúlofuninni skyndilega nokkru síðar. Sjá einnig: Murdoch kominn með nýja upp á arminn Auk þess að vera vinsælasta fréttastöð Bandaríkjanna er Fox News einnig staður þar sem samsæriskenningum er haldið á lofti og lygum hefur verið dreift. Forsvarsmenn Fox samþykktu í apríl að greiða fyrirtækinu Dominion 787 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur vegna lyga um kosningavélar fyrirtækisins og forsetakosninganna 2020. Það samsvarar meira en hundrað milljörðum króna. Dominion hafði krafið Fox um 1,6 milljarð dala þar sem þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar hafi vísvitandi haldið frammi ósannindum um búnað fyrirtækisins, sem var notaður í forsetakosningunum 2020. Murdoch viðurkenndi það við vitnaleiðslur að á sjónvarpsstöðinni hefði verið ýtt undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um kosningarnar og viðurkenndi hann einnig að hafa ekki reynt að grípa inni. Fréttastöðin stendur frammi fyrir fleiri lögsóknum þar sem þáttastjórnendur eru sakaðir um að segja lygar. Þá hafa hluthafar höfðað mál gegn fyrirtækinu og sakað forsvarsmenn þess um vanrækslu vegna skaðabótagreiðslna. Í lögsóknum frá lífeyrissjóðum í New York og Ohio, segir að forsvarsmenn Fox hafi tekið undir samsæriskenningar og lygar um forsetakosningar 2020 af ótta við að missa áhorfendur til annarra sjónvarpsstöðva eins og Newsmax. Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lachlan Murdoch, sonur hans, mun taka við sem formaður stjórnanna, samkvæmt tilkynningu. Auðjöfurinn hóf rekstur á fjölmiðlamarkaði á sjötta áratug síðust aldar en rekur nú dagblöð og sjónvarpsstöðvar víða um heim. Murdoch keyptu kvikmyndaframleiðsluverið Twentieht Century Fox árið 1985 og ári síðar keypti hann nokkrar sjónvarpsstöðvar og stofnaði Fox Broadcasting. Sjónvarpsstöðina Fox News stofnaði hann árið 1996 en hún er nú vinsælasta fréttastöð Bandaríkjanna. Lachlan Murdoch mun taka við af föður sínum sem stjórnarformaður Fox News og News Corp.AP/Evan Agostini Auk þess að eiga Fox News, á hann einnig Times of London, Wall Street Journal, Sky News í Ástralíu og Sun, svo einhverjir miðlar séu nefndir. Murdoch trúlofaði sig í upphafi árs en sleit trúlofuninni skyndilega nokkru síðar. Sjá einnig: Murdoch kominn með nýja upp á arminn Auk þess að vera vinsælasta fréttastöð Bandaríkjanna er Fox News einnig staður þar sem samsæriskenningum er haldið á lofti og lygum hefur verið dreift. Forsvarsmenn Fox samþykktu í apríl að greiða fyrirtækinu Dominion 787 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur vegna lyga um kosningavélar fyrirtækisins og forsetakosninganna 2020. Það samsvarar meira en hundrað milljörðum króna. Dominion hafði krafið Fox um 1,6 milljarð dala þar sem þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar hafi vísvitandi haldið frammi ósannindum um búnað fyrirtækisins, sem var notaður í forsetakosningunum 2020. Murdoch viðurkenndi það við vitnaleiðslur að á sjónvarpsstöðinni hefði verið ýtt undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um kosningarnar og viðurkenndi hann einnig að hafa ekki reynt að grípa inni. Fréttastöðin stendur frammi fyrir fleiri lögsóknum þar sem þáttastjórnendur eru sakaðir um að segja lygar. Þá hafa hluthafar höfðað mál gegn fyrirtækinu og sakað forsvarsmenn þess um vanrækslu vegna skaðabótagreiðslna. Í lögsóknum frá lífeyrissjóðum í New York og Ohio, segir að forsvarsmenn Fox hafi tekið undir samsæriskenningar og lygar um forsetakosningar 2020 af ótta við að missa áhorfendur til annarra sjónvarpsstöðva eins og Newsmax.
Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira