Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030 Auður Hrefna Guðmundsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir skrifa 22. september 2023 14:30 Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun