„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 16:10 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn. Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn.
Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira