„Ég mun líta í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 18:26 Daniej Dejan Djuric fagnar hér í leik með Víkingum. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga var byrjaður að hlakka til að tryggja sér Íslandsbikarinn á Kópavogsvelli gegn Blikum á morgun. Svo verður ekki því titillinn er í höfn eftir jafntefli KR og Vals í dag. Valsmenn geta nú ekki lengur náð Víkingum á toppnum. „Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
„Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira