Forvarnir gegn fávisku Birgir Dýrfjörð skrifar 24. september 2023 21:00 Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun